Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 33

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 33
31 RANNSðKNIR Á HEYMAURUM Thorkil E. Hallas Statens skadedyrlaboratorium, Lyngby, Danmark Siguróur H. Richter Tilraunastöð Háskólans i meinafræói aó Keldum Á síóari árum hefur komið i ljós, að ofnæmi fyrir heymaurum er ein af orsökum þess, aó margir íslenskir bændur þola illa hey- ryk. Ofnæmiö sem maurarnir valda er bráðaofnæmi, sem kemur venjulega fram um 10 - 20 mínútum eftir aó þeir sem meö ofnæmió eru hefja vinnu vió hey að vetrarlagi. Algeng ein- kenni eru rennsli úr augum og nefi, eöa asthmaköst. Heymaurarnir eru lítil dýr. Flestir þeirra eru minni en punktur i bók. Venjulega verða menn ekki varir við þá, fyrr en svo mikið er orðið af þeim, aö það likist einna helst gráu ryki. Heymaurarnir tilheyra svonefndum áttfætlumaurum (Acar- ina) , og séu þeir skoðaðir i smásjá, kemur i ljós aö þeir likjast örsmáum hvitum eóa ljósleitum köngurlóm. Heymaurar lifa úti i náttúrunni, en fjöldi þeirra þar er sjaldan mikill. Þeim fjölgar fyrst verulega þegar lifsskil- yrðin i umhverfi þeirra verða þeim hentug. Þeir berast inn i hlöðurnar með heyinu af túnunum, en einnig geta þeir borist i nýtt hey úr heyafgöngum eða fyrningum, sem fyrir eru i hlöð- unni. Þegar heyió er komió í hlöðu, hverfa úr þvi þær myglu- sveppategundir sem lifa á túnunum, en i staðinn nær hlöðumygl- an yfirhöndinni. Á þessum myglusveppum nærast heymaurarnir og þeim fjölgar ört. Á lifsferli sinum skipta maurarnir margoft um ham, og þar sem maurar hafa verið um nokkurt skeió er auk lifandi maura, ávallt mikið um brot úr tómum hömum, eggjaleif- um og mauraskit. Þetta er maurarykið. Það þyrlast upp i hvert sinn sem hreyft er við heyinu, og fyrir þvi fá sumir ofnæmi.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.