Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Qupperneq 48

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Qupperneq 48
46 eftir að byrjað er að vinna í heyi. Þessi einkenni eru hnerrar, nefrennsli, venjulega glært og þunnt, nefstíflur, kláði í nefi,augum, góm og koki, 4ugnrennsli og þroti í augnslimhúð. Ef um daglega vinnu er að ræða ná þessi einkenni ekki að hverfa á milli. Annars lagast þau fljótlega eftir að vinnu í heyi er hætt. Þessi kvilli liggur oft í ættum. Hans verður oftast vart fyrir þrítugt og mjög sjaldan eftir fertugt. Oft lagast hann með aldrinum Hinsvegar getur þessi sjúkdómur verið undanfari astma. 4. Creining: Greiningin byggir á sjúkrasögu. Húðpróf með ofangreindum ofnæmisvöldum hjálpa einnig til við greininguna. 5. Meðferð: Góðar varnir gegn heyryki, grímur og "rykhjálmar" geta hjálpað til að draga úr einkennum. Nefúðalyf (barksterar og krómóglíkat) koma að nokkru gagni.Sama er að segja um andhistaminlyf ("ofnæmistöflur"). Galli við slíkar töflur er að þeim fylgir oft syfja. Ekkert af þessum lyfjum læknar sjúkdóminn. Þau halda aðeins niðri einkennum. III. Asthmi. 1. Skilgreining: Astmi er sjúkdómur í berkjum, sem veldur teppu, sem lagast á milli. 2. Orsakir: Ofnæmisvaldar í heyi sem valda astma eru þeir sömu og valda ofnæmiskvefi, þ.e. heymaurar, frjókorn og músahár eða þvag. Þess ber þo að geta að astmi er sjaldast ofnæmissjúkdómur. Það er vafalaust fjöldi bænda hér á landi sem hefur astma án þess að hafa nokkuð ofnæmi, þar með talið fyrir heyi. Hins vegar versnar slíkur astmi við alla ertingu, þar með talið heyryk. 3. Einkenni: Einkenni byrja fljótt eftir vinnu í heyi. Þau eru andþyngsli, surg fyrir brjósti, hósti og stundum uppgangur, sem venjulega er annaðhvort hvítur og froðukenndur eða seigur og glær. Ef unnið er í heyi daglega ná þessi einkenni sjaldast að hverfa, en annars lagast þau venjulega a nokkrum klukkustundum. 4. Greining: Greiningin byggist á sjúkrasögu. Við blásturspróf kemur í ljós teppa.Til eru litlir handhægir mælar þar sem sjúklingur getur fylgst með blástursgetu fyrir og eftir vinnu í heyi. Hjðpróf hjalpa til að greina ofnæmi. Rétt er að geta þess að lungnamynd er eðlileg hjá astmasjúklingum. 3. Meðferð: RykVarnir eru þýðingarmiklar til að fyrirbyggja astma. Berkju- víkkandi lyf, venjulega í úðaformi og barksterar, sömuleiðis í úðaformi er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.