Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 72

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Page 72
70 10. tafla. óeðlileg öndunarpróf. Strandir <n = 1261 Fiöldi % Vik (n = 3231 Fiöldi % P FVC <85% af áætluðu gildi 5 4,0 28 8,6 Enginn FEV^/FVC^ <70 12 9,5 80 24,8 < 0,001 IV. Umræða Rannsókn þessi sýndi að tiðni jákvæðra felliprófa gegn Mj. faeni meðal bænda i Vikurumdæmi reyndist hærri en áður hefur fundist i faraldsfræðilegum könnunum. Tiðni jákvæðra felliprófa i Strandasyslu var hins vegar sambærilegur við það sem áður hefur verið íyst meðal sveitafólks. Það kemur vel fram i þessari könnun að algengt er að bændur hafi jákvæð fellipróf gegn M. faeni en engin lungnaeinkenni og slik fellipróf ein sér eru þvi gagnslaus til sjúkdómsgreiningar. Það er þó greinilegt að bændur á Suðurlandi hafa oftar áreynslumæði, fá frekar hita eftir vinnu i þurreyi og hafa meiri lungnateppu (obstruction) en starfsbræður þeirra i Strandasyslu og þetta tengist jákvæðum felliprófum. Athyglisvert er að fellimótefni gegn T. vulgaris finnst ekki i þessari könnun og virðist þessi bakteria ekki finnast i islensku heyi. í öðrum löndum er algengt að þessi hitaelska bakteria valdi heysótt. Lagt hefur verið til að nota orðið heymæði yfir öll lungnaeinkenni sem fylgja vinnu i þurreyi en orðið heysótt yfir ^w?ád4einkenni sem á ensku nefnast "hypersensitivity pneumonitis" eða "extrinsic allergic alveolitis". Litið er vitað um tiðni heysóttar hér á landi, en giskað hefur verið á að hún sé ekki meiri en 35 tilfelli á hverja 1000 starfsmenn i landbúnaði. Ef gert er ráð fyrir að hiti eftir vinnu i þurrheyi þyði að viðkomandi hafi heysótt, gæti tiðni þessa sjúkdóms verið 185 á hverja 1000 bændur á svæði A, en 79 á hverja 1000 á svæði B, sem er stórum hærri tiðni en nokkurs staðar hefur fundist i heiminum. Reykingamenn hafa siður jákvæð fellipróf gegn M. faeni og hefur þvi áður verið íyst. Hvað veldur þvi að reykingamenn

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.