Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 77

Heilbrigðisskýrslur - 04.12.1988, Side 77
75 RANNSðKNIR A HEYMÆÐI I ISLENSKUM HESTUM Eggert Gunnarsson Tilraunastöð Háskólans i meinafræði, Keldum Tryggvi Æsmundsson Vífilsstaðaspitala og Þorkell Jóhannesson Rannsóknarstofu Háskóla Islands i lyfjafræði I. Inngangur Heymæði i hestum er fyrst getið hér á landi árió 1837 af Jóni Hjaltalin (4) . I lýsingu sinni á heymæói lagði hann áherslu á aó hestar meó heymæði hefðu hósta og andþyngsli á stalli á vetrum, en sýndu litil eóa engin einkenni úti á sumrin. Samhengi milli heygjafar og sjúkdómsins hefur þannig verið þekkt frá upphafi. Heymæði i hestum minnir mjög á heymæði i mönnum (heysýki, heysótt, "Farmers lung"), sem er fyrst getió hér á landi 1790 af Sveini Pálssyni (5). Orsök þessa sjúkdóms var lengi vel óljós. Fyrir um 25 árum var sýnt fram á aó i blóði manna meó heysýki væru svokölluó fellimótefni gegn "extracti" úr mygluðu heyi (7). Siðar var sýnt fram á að fellimótefni voru fyrst og fremst gegn hitasæknu geislabakteriunni Hicropolyspora faeni (6). Nú eru menn yfirleitt sammmála um að heymæói sé ofnæmissjúkdómur, þar sem áreitið er M.faeni eða aðrar örverur i mygluðu heyi. Rannsóknir okkar beindust aö þvi aó kanna fellimótefni gegn M.faeni og nokkrum öðrum örverum og gildi svokallaðs felliprófs til greiningar á heymæði i hestum. Itarleg grein hefur verió gerð fyrir þessum rannsóknum annars staðar (1) og verður hér látið nægja að drepa á helstu atriói.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.