Fréttablaðið - 26.11.2022, Page 46
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn
@frettabladid.is
Ísak Aron Jóhannsson
landsliðskokkur kom, sá
og sigraði eftirréttakeppni
Garra sem haldin var á Stór-
eldhússýningunni á dög-
unum. Nú er hann farinn út
á vegum kokkalandsliðsins
að keppa á heimsmeistara-
móti í matreiðslu og hefur
staðið í ströngu síðustu
vikur í undirbúningi fyrir
keppnina.
Ísak galdrar hér fram einn sáraein-
faldan jólaeftirrétt fyrir lesendur
sem steinliggur. Ísak segir að hann
hafi ávallt haft ástríðu fyrir matar-
gerðinni. „Ég hef ávallt verið mikið
í eldhúsinu, allt síðan ég var lítill
strákur. Amma mín á Súgandafirði
var alltaf að baka eða elda og ég
fékk að vera með í því. Að henda í
pönnukökur eða steikja ýsu í raspi
er það sem ég hafði mest gaman af.
Ég hef alltaf vitað að mig langaði
til að verða kokkur, horfði á mat-
reiðsluþætti sem vöktu áhuga
minn á hvað það er mikið rokk og
ról. Lætin og öskrin kveikja áhuga
og fá mann til að langa í meira.
Ég hef unnið í eldhúsi í níu ár og
langar ekkert að hætta,“ segir Ísak.
Ísak er þessa dagana með kokka-
landsliðinu í Lúxemborg að keppa
á heimsmeistaramótinu í mat-
reiðslu eftir að hafa verið að æfa í
eitt og hálft ár. „Á mótinu keppum
við í tvenns konar greinum, ein
er fyrir 110 manns í þriggja rétta.
Ég og Gabriel Kristinn sjáum um
forréttinn og erum mjög sáttir við
okkar framlag. Önnur keppnin
kallast Chef’s table en þar eru
undirbúin fjögur „canapé“, fiskifat
með viðeigandi sósum og meðlæti,
vegan réttur, aðalréttur, eftirréttur
og þrír „petit four“ en þar sé ég um
„canapé-in“,“ segir Ísak.
„Þessi mót eru alltaf skemmtileg
og gaman að sjá aðrar þjóðir sýna
hvað í þeim býr en á Ólympíu-
leikum sem voru haldnir 2020
lentum við í þriðja sæti sem er
besti árangur kokkalandsliðsins
frá upphafi.“
Fyrst og fremst sjálfsagi
Ísak vann keppnina Eftirréttur árs-
ins og segir það vera mikinn heiður
fyrir sig og fagið. „Ég er í keppnis-
matreiðslu fyrst og fremst til að
vinna en síðan er mjög gaman að
sjá að keppnin hefur verið tekin
upp á næsta stig, svo margir flottir
keppendur og diskar.“
Ísak segir að huga þurfi að
nokkrum hlutum til að geta
töfrað fram sælkerarétt. „Það þarf
metnað, frumleika og reynslu en
fyrst og fremst þarftu sjálfsaga.
Landsliðskokkurinn töfrar fram jólaeftirréttinn
Ísak Aron sigraði í eftirréttakeppni Garra, fyrir Eftirrétt ársins 2022, og er þessa dagana úti í Lúxemborg með kokkalandsliðinu að keppa á
heimsmeistaramótinu í matreiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Sérrífrómasinn
er guðdómlegur
og með jólalegu
ívafi.
Sjálfsagi kemur þér mun lengra en
hæfileikar, þú þarft að vilja setja
inn vinnuna sem þarf til að þróa
réttinn en ef það er ekki til staðar
þá kemst maður ekki langt.“
Þegar Ísak er spurður hvort Eftir-
réttur ársins sé jólaeftirrétturinn í
ár svarar hann neitandi. „Ef ég á að
vera alveg hreinskilinn þá er svarið
nei, þessi eftirréttur tæki mig
líklega tólf klukkustundir að fram-
reiða frá grunni svo fólkið heima
myndi ekki leggja það á sig. Mig
langar hins vegar til að jólaeftir-
rétturinn í ár sé sérrífrómas með
kirsuberjasósu en ég luma á góðri
uppskrift að því sem nær allir geta
hent í.“
Aldrei stressaður í matargerð
Á aðventunni reynir Ísak að hafa
það notalegt með sínum nánustu.
„Ég reyni að slaka á með vinum og
fjölskyldu, fara í göngutúra, stunda
heilsurækt eða jafnvel liggja undir
teppi og horfa á mynd. Ég fer í sem
flest fjölskylduboð en passa mig að
verða aldrei stressaður í kringum
matinn,“ segir hann og brosir.
Bernskujólin eru minnisstæð.
„Ég fór alltaf vestur á Súganda-
fjörð um jólin en það var eitthvað
við það að flýja stressið í borginni
og komast í fallega náttúruna og
kyrrðina sem ríkir á Suðureyri.
Það er svo gott að „reboota“ sig,
ef ég fæ að sletta smá, og slaka á
þar sem hugurinn fær hvíld,“ segir
Ísak. „Það sem er eftirminnilegast
eru skötuboðin sem amma og
afi héldu á Hjallavegi 19 á Suður-
eyri, að sjá alla fjölskylduna koma
saman og fylla húsið með yndis-
legu lyktinni af skötu var eitthvað
svo jólalegt.“
Aðspurður segir Ísak að ananas-
frómasinn hjá ömmu hans hafi
ávallt slegið í gegn en síðastliðin
jól hefur hann verið að prufa sig
áfram og gera bara það sem hann
langar í. „Kannski byrjar maður
með einhverja hefð á næstunni en
skata á Þorláksmessu og hangikjöt
á jóladag breytist aldrei,“ segir Ísak
að lokum og sviptir hér hulunni af
ljúffengum frómas sem allir eiga að
geta gert fyrir hátíðirnar.
Sérrífrómas
150 g eggjarauður
145 eggjahvítur
200 g sérrí
100 g súkkulaðispænir
200 g sykur
16 g gelatín-blöð
600 g rjómi
Eggjarauður og sykur er þeytt
saman þar til sykur hefur verið
leystur upp. Gelatínblöð er sett í
bleyti í 5 mínútur í köldu vatni,
soðið upp á sérrí og gelatínblöð-
um pískað saman við og því síðan
hellt í eggjarauðurnar og hrært vel
saman. Rjómi er þeyttur og í ann-
arri skál eru hvítur þeyttar. Eggja-
hvítur eru hrærðar varlega saman
við eggjarauður og sykur með
sleif, næst á eftir er þeyttum rjóma
hrært varlega saman við og síðast
er súkkulaðispæni bætt við. Sett í
skál og leyft að stífna í 5 tíma.
Kirsuberjasósa
450 g kirsuber án kjarna (frosin
eða fersk)
100 g sykur
100 ml sykur
15 g sítrónusafi
10 g maizena
Kirsuber ásamt sykri og vatni er
sett í pott og leyft að hægsjóða í 7
mínútur, sítrónusafi er kreistur út
í og suða látin koma upp. Maizena
er bætt við og hrært vel saman,
leyft að kólna og hellt síðan yfir
sérrífrómasinn og borið fallega
fram. n
4 kynningarblað A L LT 26. nóvember 2022 LAUGARDAGUR