Fréttablaðið - 26.11.2022, Blaðsíða 110
- ómissandi með steikinni
Gluggalína til-
raunabílsins er
lág í ætt við nú-
verandi kynslóð
C-HR. MYNDIR/
TOYOTA
Með stærri upplýsingaskjáum og
ferköntuðu stýrishjóli aðgreinir
þessi bíll sig frá öðrum bZ rafbílum.
njall@frettabladid.is
Toyota hefur frumsýnt tilraunabíl
sem greinilega er ætlað að vera for-
veri nýrrar kynslóðar C-HR bílsins.
Bíllinn var sýndur á Bílasýningunni
í Los Angeles og er einfaldlega kall-
aður bZ. Með þessu er staðfest að
nýr C-HR verði rafdrifinn en einnig
gætu komið tvinnútgáfur og tengil-
tvinnbúnaður í næstu kynslóð, þar
sem að TNGA og e-TNGA undir-
vagnarnir eru ekkert svo ólíkir.
Þegar horft er á bílinn er hann vel
heppnuð blanda af núverandi C-HR
saman við útlit nýrra bZ rafbíla. Sjá
má ljósalínu milli horna að framan
sem enda í C-laga dagljósum. Inn-
réttingin er ný af nálinni þótt hún
sé í grunninn eins og í bZ4X, þá eru
skjáirnir stærri og sjá má ferkantað
stýrishjól. Bíllinn er hannaður í Evr-
ópu enda hefur hann verið vinsæll
þar á undanförnum árum. n
Forveri nýs Toyota
C-HR í Los Angeles
njall@frettabladid.is
Porsche hefur nú framleitt jeppa í
tvo áratugi en það muna kannski
ekki allir eftir því að árið 1984 sigr-
aði fjórhjóladrifinn Porsche 953
Dakar rallið fræga. Með það fyrir
augum ákvað Porsche að framleiða
þessa sérstöku útgáfu 911 bílsins og
setja á markað um þessar mundir.
Aðeins verða framleidd 2.500 eintök
sem munu kosta frá 30 milljónum
íslenskra króna svo hann verður
með dýrari Porsche bílum.
Hægt verður að fá bílinn í sér-
stakri Rally Design-útgáfu sem
verður sprautuð í sömu litum og
keppnisbíllinn frá 1984. Vélin verð-
ur sú sama og í GTS bílnum, sem er
þriggja lítra, sex strokka vél með
tveimur forþjöppum og skilar 437
hestöflum. Bíllinn verður að sjálf-
sögðu fjórhjóladrifinn og að þessu
sinni með átta þrepa PDK sjálf-
skiptingu en hann fer í hundraðið á
3,5 sekúndum. Það sem gerir hann
öðruvísi er að það verður 5 senti-
metrum hærra upp undir bílinn og
hægt verður að hækka hann um 3
cm í viðbót með sérstöku fjöðrunar-
kerfi. n
Porsche 911 Dakar sýndur
njall@frettabladid.is
Mazda hefur lagt spilin á borðið
þegar kemur að bílaframleiðslu á
þessum áratugi og meðal annars
boðað röð rafdrifinna bíla fyrir árið
2030. Mazda lét það þó ekki duga
eingöngu því að framleiðandinn
hefur einnig frumsýnt nýjan til-
raunabíl sem gefur innsýn í útlit
komandi Mazda bíla.
Bíllinn kallast Mazda Vision
Study Model og er tveggja sæta raf-
drifinn sportbíll. Bíllinn er aðeins
til á mynd þar sem Mazda hefur
ekki frumsýnt fullvaxið eintak af
bílnum enn þá. Um eins konar arf-
taka RX-línunnar gæti verið að ræða
en þeir bílar notuðu Wankel vélar,
og sá síðasti sem bar RX nafnið var
Vision-RX tilraunabíllinn.
Mazda áætlar að 40% af sölu
þeirra verði í 100% rafdrifnum
bílum árið 2030 og er með það í
kortunum að fjárfesta í eigin raf-
hlöðuframleiðslu. n
Mazda með nýtt útlit í tilraunabíl
Augljóst er að nýr Moskvich er í raun og veru kínverki bíllinn Sehol X4. MYND/REUTERS
Moskvich kemur úr híði sínu
Eftir tveggja áratuga fram-
leiðsluhlé lítur nú út fyrir að
hjólin fari aftur að snúast hjá
Moskvich-framleiðandanum
sem er Íslendingum svo vel
kunnugur.
njall@frettabladid.is
Samkvæmt Reuters var tilkynnt í
Moskvu í vikunni að framleiðsla
myndi brátt hefjast á nýjum Mosk-
vich í verksmiðju í Moskvu. Verk-
smiðjan er sú sama og framleiddi
áður Renault-bíla sem franski
framleiðandinn lét af hendi eftir að
átökin í Úkraínu brutust út. Verk-
smiðjuna seldi Renault til Autovaz
fyrir eina rúblu, sem hefur nú selt
aftur til Moskow Automobile Fac-
tory Moskvich fyrir sömu upphæð.
Síðasti bíll Moskvich var mjög
gamaldags en nýr Moskvich 3 er
nýtískulegur með díóðuljósum,
álfelgum og stórum upplýsingaskjá
í innréttingu. Um bensínbíl er að
ræða í nokkurs konar jepplingsút-
gáfu en hann byggir á hinum kín-
verska Sehol X4 sem framleiddur er
af kínverska merkinu JAC. Að sögn
Reuters koma íhlutir í bílinn beint
frá Kína. Áætlað er að framleiða
100.000 bíla á ári í verksmiðjunni,
og stendur til að framleiða rafdrifna
bíla þar líka. Fyrsti bíllinn mun rúlla
út af færibandinu í næsta mánuði og
mun sala í Rússlandi hefjast strax og
það gerist. n
Ný Dakar útgáfa Porsche 911 er allt
að 80 mm hærri en hin hefðbundna.
Nýr C-HR verður því
rafdrifinn en einnig
gætu komið tvinnút-
gáfa og tengiltvinnbíll.
Um bensínbíl er að
ræða í nokkurs konar
jepplingsútgáfu en
hann byggir á hinum
kínverska Sehol X4
sem framleiddur er
af kínverska merkinu
JAC.
Sjá má margt í útliti tilraunabílsins sem minnir á RX eins og hvernig hurða-
línan aðlagast afturenda bílsins. MYND/MAZDA
66 Bílar 26. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐBÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 26. nóvember 2022 LAUGARDAGUR