Rökkur - 01.06.1932, Side 8

Rökkur - 01.06.1932, Side 8
6 R O K K U R landsins, átti við mikla erfið- leika að stríða. Snemma i febrúar kom dr. Curtius, þá utanríkismálaráð- herra Þjóðverja, í opinbera heimsókn til Vínarborgar. Lát- ið var uppskátt, að liann væri að endurgjalda heimsókn Scho- bers til Berlínar nokkrum mán- uðum áður. En meira lá á bak við, sem síðar kom í ljós. Þann 21. mars varð það opinbert, að Þýskaland og Austurríki liug- leiddu að gera með sér tolla- bandalag. Þegar þetta varð kunnugt, kom brátt í ljós, að þessu mundi þannig verða tek- ið í Frakklandi og víðar, að af- leiðingin yrði sú, að heims- kreppan magnaðist enn. Frakk- ar töldu, að þetta tollabandalag mundi verða fyrsta skrefið til stjórnmálalegrar sameiningar Þýskalands og Austurríkis. En Frakkar vildu fvrir hvern mun koma i yeg fyrir ])etta. Kröfð- ust þeir þess, að þetta áform Austurríkismanna og Þjóðverja vrði tekið til athugunar af fram- kvæmdarráði Þjóðabandalags- ins og kom það saman í Genf ]>ann 15. maí i því skyni. Um það leyti og Schobert var að leggja af stað til Genf, birti Credit Anstalt efnaliagsvfirlit, sem leiddi i ljós, að bankinn var ekki greiðslufær (solvent). Frakkar höfðu, þegar verst gegndi, beitt áhrifum sínum við erlenda banka, sein Credit An- stalt var stórskuldugur. Stjórnin í Austurríki varð að taka á sig ábyrgð á skuldbindingum bank- ans, til þess að koma i veg fyr- ir fjármálauppþot. Til þess að geta staðið við lieit sittt, að ábyrgjast skuldbindingar bank- ans, varð ríkisstjórnin að fá fé erlendis frá. Bandaríkin vildu ekki á neitt hætta. Frakkar höfðu öll ráð stjórnarinnar í hendi sér, þangað til Bretar veittu Austurríki $ 20.000.000 lán. Varð þessi greiði - Breta þeim dýr, því Frakkar beittu eftir það áhrifum sínum til þess sem þeir máttu, að gera Par- ís að aðalpeningamiðstöð álf- unnar, en af þvi leiddi m. a., að Bretar neyddust til að hverfa frá gullinnlausn. Framkvæmd- arráðið vísaði deilunni til Haag- dómstólsins, sem úrskurðaði tollabandalagið ólöglegt. En þrátt fvrir alt þetta var Schober ekki af baki dottinn. Þann 15. júní neyddist ríkis- stjórnin, sem dr. Otto Ender liafði myndað, til þess að fara frá. Var það aðallega vegna ó- ánægju bændaflokksins, eins flokksins, sem studdi sam- stevpustjórnina, vfir stefnu En- der’s viðvíkjandi málum Credit Anstalt. — Karl Buresch mynd- aði stjórn á ný og gerði Scho-

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.