Rökkur - 01.06.1932, Side 11
R O K K U R
9
konungsveldisins og einræðis-
ins, sem hafa 'bitnað á lýðveld-
inu, svo sem óhófleg eyðsla og
fjármálaafglöp ýmiskonar. Ó-
vissan um framkvæmanleik ým-
issa endurbóta hafði og slæmar
afleiðingar, sérstaklega að því
levti, að viðskifti komust ekki
á tryggan grundvöll. Þá bitn-
aði heimskreppan mjög á Spán-
verjum á árinu. Spánn hefir
ávalt sent fjölda sona sinna og
dætra til annara landa, aðal-
lega Suður-Ameríku. Og Spán-
verjar þar hafa tíðast sent heim
miklar fjárfúlgur, en þetta
breyttist alt, vegna harðæra í
þeim löndum, sem Spánverjar
hafa sest að í. Og útflutningur
fólks hefir að mestu stöðvast og
atvinnuleysi aukist heima fyrir.
Slysfarir urðu ekki miklar á
árinu og flugslys að kalla eng-
in. Af merkum mönnum, sem
létust á árinu, ber að nefna:
Santiago Rusinol, sem var cata-
lanskt skáld og málari, Miguel
Villaneuva, fyrv. ráðherra,
jafnaðarmannaleiðtogana Ma-
nuel Llaneza og Mariano An-
guiano og Marceliano Isabel,
sem var einn eftirlifandi af
þjóðþingsmönnum þeim, sem
lýstu yfir stofnun fyrsta spán-
verska lýðveldisins 1873.
Aðalfulltrúar Spánverja í al-
þjóðamálum voru á árinu Ale-
jandro Lerroux fjármálaráð-
herra, á fundum Þjóöabanda-
lagsins, og Salvador Madariaga,
sendiherra spánverska lýðveld-
isnis í Washington. — í her
Spánverja eru nú helmingi
færri menn en á dögum kon-
ungsveldisins.
Kína 1931.
Arið 1931 hefir verið ár ör-
lagaþrunginna atburða fyrir
Kínverja, en af öllu því, sem
gerst hefir i austurhluta Asíu,
er hernám Japana á Mansjúríu
(i sept.) langsamlega örlaga-
þrungnasti atburðurinn. Her-
námið hefir, sem vænta mátti,
haft mikilvæg áhrif í innan-
Iandsstjórnmálum Kína. Þeg-
ar hernámið hófst var banda-
lag með Chiang-kai-shek lxers-
höfðingja í Nanking', og Chang-
hsue-liang marskálki í Peiping
(Peking). Vegna samvinnu
þessara voldugu hershöfðingja
hafði tekist að halda minna
megandi hervöldum í skefjum.
Var því meiri kyrð á öllu inn-
anlands fram eftir árinu en
lengi hefir verið. En í septem-
ber gerði Cantonstjórnin upp-
reist gegn alríkisstjórninni,
Chang marskálkur liafði öll
ráð í sinni hendi í norðurhluta
Kina og Mansjúríu, og bygðist