Rökkur - 01.06.1932, Síða 11

Rökkur - 01.06.1932, Síða 11
R O K K U R 9 konungsveldisins og einræðis- ins, sem hafa 'bitnað á lýðveld- inu, svo sem óhófleg eyðsla og fjármálaafglöp ýmiskonar. Ó- vissan um framkvæmanleik ým- issa endurbóta hafði og slæmar afleiðingar, sérstaklega að því levti, að viðskifti komust ekki á tryggan grundvöll. Þá bitn- aði heimskreppan mjög á Spán- verjum á árinu. Spánn hefir ávalt sent fjölda sona sinna og dætra til annara landa, aðal- lega Suður-Ameríku. Og Spán- verjar þar hafa tíðast sent heim miklar fjárfúlgur, en þetta breyttist alt, vegna harðæra í þeim löndum, sem Spánverjar hafa sest að í. Og útflutningur fólks hefir að mestu stöðvast og atvinnuleysi aukist heima fyrir. Slysfarir urðu ekki miklar á árinu og flugslys að kalla eng- in. Af merkum mönnum, sem létust á árinu, ber að nefna: Santiago Rusinol, sem var cata- lanskt skáld og málari, Miguel Villaneuva, fyrv. ráðherra, jafnaðarmannaleiðtogana Ma- nuel Llaneza og Mariano An- guiano og Marceliano Isabel, sem var einn eftirlifandi af þjóðþingsmönnum þeim, sem lýstu yfir stofnun fyrsta spán- verska lýðveldisins 1873. Aðalfulltrúar Spánverja í al- þjóðamálum voru á árinu Ale- jandro Lerroux fjármálaráð- herra, á fundum Þjóöabanda- lagsins, og Salvador Madariaga, sendiherra spánverska lýðveld- isnis í Washington. — í her Spánverja eru nú helmingi færri menn en á dögum kon- ungsveldisins. Kína 1931. Arið 1931 hefir verið ár ör- lagaþrunginna atburða fyrir Kínverja, en af öllu því, sem gerst hefir i austurhluta Asíu, er hernám Japana á Mansjúríu (i sept.) langsamlega örlaga- þrungnasti atburðurinn. Her- námið hefir, sem vænta mátti, haft mikilvæg áhrif í innan- Iandsstjórnmálum Kína. Þeg- ar hernámið hófst var banda- lag með Chiang-kai-shek lxers- höfðingja í Nanking', og Chang- hsue-liang marskálki í Peiping (Peking). Vegna samvinnu þessara voldugu hershöfðingja hafði tekist að halda minna megandi hervöldum í skefjum. Var því meiri kyrð á öllu inn- anlands fram eftir árinu en lengi hefir verið. En í septem- ber gerði Cantonstjórnin upp- reist gegn alríkisstjórninni, Chang marskálkur liafði öll ráð í sinni hendi í norðurhluta Kina og Mansjúríu, og bygðist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.