Rökkur - 01.06.1932, Side 16

Rökkur - 01.06.1932, Side 16
11 R Ö K K U R samkvæmt fjárlagafrumvarp- inu 50,145,000,000. — Hinn nýi herskipafloti Frakklands liafði útgjöld í för með sér fyrir rikið, sem námu 2,850,000,000. í flot- anurn eru 4,110 yfirforingjar og 53,305 undirmenn. Þar með eru ekki taldir flugmenn, né strand- varnarliðið. Frakkland er enn að láta smíða lierskip samkv. desember-áætluninni frá 1924, sem var samin með hliðsjón af fimmveldasamningnum, sem gerður var í Washington. Sam- kvæmt desember-áætluninni bætir Frakkland enn við her- skipaflota sinn 240,000 smál. fyrir árslok li)36. Þar af 196.800 smál. í stað úreltra skipa. Þegar búið er að ljúka við herskipa- smíðar samkvæmt þeirri áætl- un, er allur herskipafloti Frakk- lands að kalla ný skip. Af merkustu mönnum Frakk- lands, sem létust á árinu, ber að nefna þá Joffre marskálk og Louis Loucheur. Einn af frægustu flugmönn- um Frakka, Joseph le Brix, fórst á árinu, austur í Síberíu. Bretland 1931. Komist hefir verið svo að orði, að Bretlandi mætti í árslok 1931 líkja við skip, sem lent hefði í hrakningum og orðið fyrir miklum áföllum og skemd- um, en náð landi, þó við illan leik. Bretar hurfu frá gullinn- lausn í haust sem leið, eins og kunnugt er, og allar líkur benda til að erfiðleikar Breta á við- skifta- og fjárhagssviði hafi páð iiámarki 1931, þótt þjóðin verði enn að horfast í augu við óhag- stæðan viðskiftajöfnuð, sem nemur næstum 300 miljónum dollara. Mikið hafði verið lagt í sölurnar til þess að afgreiða tekjuhallalaus fjárlög. Víðtækar ráðstafanir voru gerðar til þess að koma í veg fyrir okur. Þýð- ingarmiklar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að ryðja braut til alþjóðasamkomulags um ófriðarskuldir og ófriðar- skaðabætur. Sambandið við ný- lendurnar var hið ákjósenleg- asta og menn gera sér vonir um nána viðskiftasamvinnu innan Bretaveldis. Af þessum ástæð- um og fleirum er mikill hluti þjóðarinnar þeirrar trúar, að MacDonald, forseti þjóðstjórn- arinnar muni lakast að láta f jár- lagaútgjöld ekki fara fram úr áætlun, minka hinn óhagstæða verslunarjöfnuð og' varðveita kaupmátt sterlingspunds innan- lands, enda þótt það hafi fallið í verði alt að 25% erlendis. Seinustu 12 mánuði hefir að kalla má hver atburðurinn rek- ið annan, sem hafa veikt trúna

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.