Rökkur - 01.06.1932, Blaðsíða 17
RÖKKUR
15
á að Bretar geti unnið bug á
erfiðleikunum. Og þ. 21. sept.
fór svo, að Bretar voru tilneydd-
ir að hverfa frá gulíinnlausn
seðla um stundarsakir. Gengið
var til kosninga og þjóðstjórn
var mynduð. Unnu þjóðstjórn-
arflokkarnir glæsilegan sigur.
Fyrra misseri ársins var tiltölu-
lega rólegt. Alt benti til, að Bret-
land mundi standast storma
heimskreppunnar, þar til kom
fram í júlímánuð, er ríkis-
stjóminni (verkalýðsstjóm
MacDonalds) varð ljóst, að rík-
istekjurnar mundu ekki
hrökkva fyrir útgjöldum, sem
sifelt voru að aukast, ekki sist
útgjöldin vegna atvinnuleysisins
i landinu. — Maískýrsla sparn-
aðarnefndarinnar hafði verið
birt og boðað fjárlagatekju-
halla, sem næmi 280 miljónum
dollara. Blöð íhaldsmanna og
frjálslynda flokksins réðust
daglega á stjómina og ásökuðu
hana um eyðslusemi og fregnir
um þetla bárust um víða ver-
öld. Traust erlendra þjóða á
Bretlandi fór að lamast. Og er-
lend fyrirtæki og einstaklingar
fóru að taka fé sitt úr enskum
bönkum. í júlímánuði átti Mac-
Donaldstjórnin í samningum
við íhaldsmenn og' frjálslynda,
en ósamkomulag varð innan
verkalýðsstjórnarinnar um að
draga úr fjárveitingum vegna
atvinnuleysisins, sem Snowden
fjármálaráðh. og MacDonald
töklu nauðsynlegt að minka
(um 10%). Verklýðsflokkurinn
klofnaði og MacDonald baðst
lausnar þ. 24. ágúst. Myndaðí
hann nýja stjórn, bráðahirgða-
stjórn, en i henni voru alls 4
verkalýðsmenn, sem voru gerð-
ir rækir úr flokknum, fjórir
íhaldsmenn og tveir frjálslynd-
ir. Þjóðstjórnin hóf nú allsherj-'
ar sparnaðar- og niðurskurðar-
starfsemi og fengu menn af öll-
um stéttum að kenna á því.
Þingið var hvatt saman til af-
greiðslu aukafjárlaga (snpple-
mentary Budget) og sparnaðar-
laga (Economy Bill).
Frá miðjum júlí til 21. sept.
var $ 1,000,000,000 tekinn úr
enskum bönkum og fluttur til
annara landa og gullforði Eng-
landsbanka rýrnaði að miklum
mun. Bretar urðu tilneyddir að
hverfa frá gullinnlausn. Horf-
urnar voru nú verri en nokkuru
sinni. íhaldsmenn allmargir
gerðu háværar kröfur um al-
mennar þingkosningar þegar í
stað og að tollvernd yrði komið
á. Mac-Donald hikaði, vegna
þess að honum var ljóst hve ill
áhrif harðvítug kosningabar-
átfa gæti haft á traust erlendra
þjóða á Bretum.
Loks var þó gengið til kosn-
inga þ. 27. okt. og urðu úrslit