Rökkur - 01.06.1932, Page 25

Rökkur - 01.06.1932, Page 25
RÖKKUR 23 í því, hve hreinlæti hefir aukist. Það er nú metnaðarmál barn- anna að vera sem hreinlegust. Einnig liefir verið lögð áhersla á það, að koma því til leiðar, aö skólabörnin væri klædd skyn- samlega, og er einnig að því er það snertir, um miklar fram- farir að ræða. — Þess er einnig getið í skýrslunni, hvern þátt útivera og leikfimi iiafi átt í því að bæta heilsufar barna. Leik- fimiskenslan fer fram í því augnamiði að þroska líkama og sál barnsins, en ekki eins og fyrr á timum, er leikifimikensl- unni var hagað þannig, að drengir vrði betur undir heræf- ingar búnir. Um útiveru og úti- kenslu er mjög rætt í skýrsl- unni. Er bent á það, að enn þurfi mikið að gera til þess að koma því til leiðar, að börnin geti notið hreins lofts og sólar í ríkara mæli en var og er. 80% af öllum skólabyggingum, sem bygðar hafa verið á seinni ár- um eru sérstaklega útbúnar með það fyrir augum, að börn- in geti notið hreins lofts og sól- ar, er kensla fer fram. Hjúkrunarkonurnar fram- kvæma skoðun á skólabörnum jafnaðarlega, en auk þess fer fram læknisskoðun, 1,770,779 börn voru skoðuð af læknum í London árið sem leið og auk þess voru 968,518 börn skoðuð, af ýmsum ástæðum, vegna óska foreldra, hjúkrunarkvenna og kennara. 1,897,320 skólabörn voru endurskoðuð af lælcnum skólanna. Við læknisskoðanir á skólabörnum hefir komið i ljós, að algengasta inein barnanna er gölluð sjón, því næst of stór- ir hálskirtlar, kirtlaveiki og hörundskvillar. — Eittlivert eftirtektarverðasta atriði i skýrslunni er það, að seinustu 20 árin hefir dauðsföllum með- al skólabarna af völdum berkla- veiki fækkað um helming, en frá 1921 hefir dauðsföllum meðal skólabarna til 15 ára ald- urs af völdum berklaveiki í öllum myndum fækkað um 35%. I skýrslunni segir, að ef til vill sé hreska þjóðin smátt og smátt að verða ónæm fyrir berklaveiki eða að berklagerl- arnir liafi minna smitmagn (less virulent) en áður fyrr, en um þetta verði ekki sagt með vissu. En á það er bent, að hreysti og heilbrigði, runnin af rótum aukins hreinlætis, á sinn mikla þátt í að draga úr berkla- smithættunni og gera líkamann ósmitnæmari. í skólunum að minsta kosti, segir að lokum, er stöðugt haldið áfram barátt- unni fyrir þvi, að verja börnin fyrir þessum sjúkdómi og öðr- um hættulegum sjúkdómum.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.