Rökkur - 01.06.1932, Side 27

Rökkur - 01.06.1932, Side 27
ROKKUR 25 Þegar nætur eru mjög dinnn- ar, skýjað loft, svo að ekki má greina hafsbrún frá himni, móða í lofti og litill úði, þá skína vitaljós hvað skærast. Þegar fuglar koma inn í hina skæru ljósbirtu, en lenda síðan slcyndilega í svartamyrkri, þeg- ar skyggir fyrir vitaljósin, þá truflast hin skörpu skynfæri þeirra, svo að þeir dragast að ljósinu. Hópur kemur eftir lióp og safnast að vitanum og kom- ast þeir ekki burtu. Þegar skvgni er gott um næt- ur, má sjá við vitaljósin, að helst vill hver tegund fugla fljúga sér í hóp. En öðru máli er að gegna, þegar mörgum tegundum, stórum og smáum, ægir saman við vitana, og allir fljúga í einni hendu liringinn í kring um þá. Sumir þeirra verða þá svo ruglaðir af birt- unni, að þeir fljúga að lokum beint á vitaglerin og láta lífið. Stundum getur einnig margra daga þoka valdið þvi, að ólíkar fuglategundir safnast saman að degi til, og einkennilegast af öllu er þá að sjá, þegar smáfugl- ar njóta stöku sinnum þess far- arbeina að mega sitja á baki sér stærri og sterkari ferðafé- laga. S.l. haust gerði svo mikla kulda í Austurríki, að sliks eru ekki dæmi í 30 ár. Þá bar svo við,. að mesti urmull af svölum kom til Vínarborgar og héraða þar í kring, og voru þær aðfram komnar af kulda og hungri. Urðu þá góðir menn til þess að safna þeim saman og gefa þeim að eta, og eftir það voru þær settar í búr og fluttar þúsund- um saman í flugvélum suður í „sól og sumar“, við Miðjarðar- haf. B. Sv. Bíiskapurinii á YífilsstöBum. —o—■ Þegar rætt er um stórfeldar framfarir í búnaði og ræktun í stórum stil hér á landi, verð- ur ekki komist hjá því, að minn- ast á búskapinn á Vífilsstöðum. Um búskapinn þar liefir verið ritað allítarlega, bæði i Búnað- arritinu og bæklingi, sem Bún- aðarfélagið gaf út í fyrra („Búnaður sunnanlands") og má vísa þeirn til greinanna í þessum ritúm, sem vilja kynna sér þetta efni nánara, en hér verður drepið á nokkur atriði viðvikjandi búskapnum á Víf- ilsstöðum, og sumpart stuðst við áðurnefndar greinir. Ástæð- an til þess að Rökkur gerir hú-

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.