Rökkur - 01.06.1932, Page 30

Rökkur - 01.06.1932, Page 30
28 R O K K U R flæmi sem eru miljóna virði. Á Vífilsstöðum má nú sjá hvernig framtíðarbúskapur verður alment stundaður á Is- landi. Á Vífilsstöðum hefir verið leitt í ljós fyrir bændum íslands áþreifanlegar en ann- arsstaðar, að töfraorðin, sem framtíð búnaðarins eru fyrst og fremst undir komin eru þessi: Þekking. Ræktun. Véla- notkun. Þeir menn, sem unnið hafa að þvi, að koma búskapnum á Vífilsstöðum í það horf, sem hann er nú, eiga miklar þakk- ir skilið. 1931. Landbánaðarmál í Bretlandl. —o— Landbúnaðarmálin eru nú rædd meira en nokkru sinni i Bretlandi. Heimskreppan hefir komið hart niður á bændum landsins, einkanlega bændum, sem hafa aðaltekjur sínar af kornrækt. Bændur, sem leggja aðaláherslu á framleiðslu mjólkurafurða, eru betur stadd- ir, þar eð þeir hafa flestir sæmi- legan markað fyrir afurðir sín- ar. Nú er mikið um það rætt, að veita landbúnaðinum vernd í einhverri mynd, til þess aS efla velmegun bænda. I marga mannsaldra hefir að- allega verið rætt um Bretland sem iðnaðarland og verslunar. Bretar hafa lifað mest á fram- leiðslu iðnaðanna og útflutning- um, en flutt inn megin þeirra matvæla, sem neytt er í land- inu. Þrátt fyrir þetta, og þó það komi í bága við hina almennu skoðun í þessu efni, hefir áhugi altaf verið mikill í Bretlandi fyrir búnaði. Og Bretar hafa altaf staðið framarlega í ýms- um greinum búskapar. Bretar standa svo framarlega í gripa- rækt, að frægt er um heim all an, meðal þeirra, sem hafa áliuga fyrir slíkum málum. Til grundvallar fyrir þessu áliti liggur það, að Bretar hafa ávalt lagt stund á að beita liagnýtri þekkingu og reynslu við úrvals- rækt gripa. Þrátt fyrir krepp- una hefir áhuginn fyrir land- búnaðarmálum síður en svo dvínað í Bretlandi. M. a. sést það af því, að aðsókn að land- búnaðar- og dýralæknaskólum er enn að aukast. Árið 1930 til dæmis að taka, voru nemendur í æðri landbúnaðarskólum Bret- lands og dýralækningaskólum tæp tvö þúsund. Einnig er það -IU3U-U9A5[ 9Al[ ‘)JOA JUp[9).It] J9

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.