Rökkur - 01.06.1932, Side 31

Rökkur - 01.06.1932, Side 31
R O K K U R 29 endum fjölgar við slíka skóla, t. d. 500 í Englandi og Wales s.I. ár. Talið er, að konur hafi fengið áhuga fyrir búvísindum með aukinni áherslu, sem lögð er á síðari tímum á nýjar kröf- ur í meðferð og framleiðslu mjólkurafurða. Mjólk, sem er vísindalega meðfarin, er i hærra verði og hefir það aukið áliuga kvenna fyrir að afla sér sem víðtækastrar reynslu og þekk- íngar á sviði mjólkurfræðinn- ar. — Eggjaframleiðslan hefir aukist um helming i Bretlandi síðan 1913. Árlegt verðmæti þessarar framleiðsluaukningar nemur £ 7.000.000. Ríkisstjórn- in, héraðsstjórnir og búnaðar- félög og búnaðarsambönd hafa árum saman hvatt til aukinnar eggjaframleiðslu og veitt aðstoð i þeim efnum. Þá hefir einnig framleiðsla garðávaxta aukist stórum, enda eru mörg félög í landinu, sem starfrækja niðursuðu á garð- ávöxtum, og hefir þeim, sem garðávexti rækta, orðið mikill styrkur að aukinni starfsemi slíkra félaga. Talið er, að niður- suða (í dósir) á garðávöxtum hafi þrefaldast i Bretlandi sein- ustu tvö árin. Slík framleiðsla ngmur nú 30 miljónum dósa á ári. Og framleiðslan fer sívax- andi. Tllhögun fræSslumála I London. —o— Ef menn taka til ihugunar hve mikill mannfjöldi er sam- an kominn í London og hve borgin — með öllum úthverf- um — nær yfir stórt svæði, kemur i ljós, að engin önnur borg i heimi veitir jafn mörg og margbreytileg skilyrði til mentunar og London. Fyrst af öllu ber að nefna háskólann (London University), sem veit- ir þeim skilyrði til að nema, sem ætla sér að öðlast hina svo- nefndu æðri mentun. Háskólinn er frægur um víða veröld, ekki síst læknisfræðideildin og fleiri. Þá ber að nefna fjölda marga og margskonar framhaldsskóla. sem veita margskonar fræðslu og undirbúningsmentun undir háskólanám. Þá eru i borginni fjöldi undirbúningsskóla, sem einstaklingar reka, undir opin- beru eftirliti. En víðtækasta skólafræðslustarfsemi hefir fræðslumálastjórn Lundúna- borgar með liöndum (London County Council Education De- partment), og er aðalhlutverk fræðslumálastjórnar þessarar að sjá fyrir skólamentun barna á aldrinum 3—14 ára, og er svo ber undir, lengur en til 14

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.