Rökkur - 01.06.1932, Page 34
32
R 0 K K U R
rara um 10%, en þess er vænst,
að það verði að eins til bráða-
birgða, með batnandi hag af
auknum viðskiftum verði bægt
að hækka laun þeirra upp i það,
sem þau áður voru. Hins vegar
verður sömu fræðslustarfsemi
haldið áfram, þrátt fyrir krepp-
una, og það eru engar likur til,
að um nokkra afturför verði að
ræða. Þjóðinni í lieild er slíkur
fengur að fræðslustarfseminni
í London, að telja má víst, að
aldrei verði neitt gert til þess
að lama hana. Líkurnar eru í
raun og veru miklu meiri, að
fræðslustarfsemin verði aukin
að miklum mun, þegar við-
skiftaástæður og hagur þjóðar-
innar yfirleitt batnar.
Canada.
—o—
Eins og eðlilegt er hefir
ástandið i Canada verið slæmt,
af völdum kreppunnar, eins og
í flestum löndum heims öðrum,
en þó liafa erfiðleikarnir að
sögn verið tiltölulega miklu
minni en í Bandaríkjunum.
Leiðandi mönnum þar i landi
virðist bera saman um, að í
Canada séu verstu erfiðleikarnir
að baki. Benda má á það, að
bankastofnanir i Canada liafa
staðist alla kreppustorma, en
eins og kunnugt er hafa orðið
fjölda mörg bankabrun af
völdum kreppunnar í Banda-
ríkjunum. Engrar liræðslu hefir
orðið vart hjá almenningi um
fjáreignir sínar i bönkum, enda
liafa bankarnir verið færir um,
að styðja atvinnuvegina veru-
lega, þrátt fyrir kreppuna. At-
vinnuleysi hefir verið talsvert í
Canada, en tiltölulega langtum
minna en i Bandaríkjunum.
Sparifjárinnstæður cana-
diskra borgara eru miklar og
aðstaða iðnaðarframleiðenda
góð. Ymsar atvinnugreinir eru i
uppgangi, til dæmis gullgröftur.
Landbúnaðurinn er sú atvinnu-
grein, sem á erfiðast upp-
dráttar í Canada, en canadiskir
bændur eru að ýmsu leyti bet-
ur undir samkepnina búnir, en
bændur i öðrum löndum, þegar
kreppan er liðin hjá.
Ætla margir, að Canada
muni verða fyr til að rétta að
fullu við eftir kreppuna en
nokkurt land annað. Eorstjóri
Royal Bank of Canada sagði
fyrir nokkuru síðan í ræðu:
„Það hafa komið margar krepp-
ur seinustu 50 árin og heims-
kreppan seinasta er þeirra verst,
en ekkert liefir gerst í Canada,
sem hefir veikt trú mína á land-
ið eða þjóðina. Hún getur liorft
öruggum augum fram í tím-
ann.“