Rökkur - 01.06.1932, Qupperneq 35
R Ö K K U R
33
Sagan af Trölla-Elínu.
Stgr. Th. þýddi.
—o—
Einu sinni var kóngur og
drotning í ríki sínu; þau áttu
sér þrjár dætur og einn son.
Einhvern dag er þeim varð til-
rætt um börn sín, tólc konungur
þannig til orða: „Þegar hver um
sig af dætrum okkar á að gift-
ast, þá verður líka liver þeirra
um sig að fá nokkurn iiluta rík-
isins í heimanmund og með þvi
móti verður kóngsríki okkar
nauða lítið; en eg sé ráð, við
skulum gifta honum syni okk-
ar þær allar þrjár, þá verður
ríkið heilt. Að álta dögum liðn-
um geri eg ráð fyrir að uppsker-
unni verði lokið og þá getum
við haldið brúðkaupið.“
Sonurinn stóð á hleri og
heyrði hvað faðir lians mælti;
segir hann þá í huga sér: „Eg
þakka lijartanlega fyrir, en úr
því skal ekkert verða.“
Nú bar svo til að konungur
og drotning fóru út á búgarð
sinn, sem alllangt var í burtu,
til að lita eftir kornskurðarfólk-
inu, og meðan þau eru þar,
kemur einhver úti fyrir höll-
inni, ber á glugga og kallar til
kóngssonar. „Heyrðu, kóngsson
litli, mér er í hug að biðja elstu
systur þinnar.“
„Bíddu ögn,“ svaraði kóngs-
son, „þú skalt undir eins fá
liana.“ Kallaði hann þá á elstu
systur sina, tók hana og fleygði
henni út um gluggann. Ekki
datt hún samt niður á jörðina,
lieldur á langa, langa gullbrú,
sem náði beint upp i sólina. Bið-
illinn tók hana við hönd sér og
leiddi hana þangað til þau komu
í kóngsríkið hans mitt í sólinni,
því þetta var sólkóngurinn.
Um hádegisbilið kemur aftur
einliver, barði á gluggann og
mælti:
„Heyrðu, kóngsson litli, mér
var í liug að biðja liennar syst-
ur þinnar, sem önnur er elst.“
„Biddu ögn,“ svaraði kóngs-
son,“ þú skalt undir eins fá
hana.“ — Fór liann þá inn í
lierbergi systur sinnar, tók hana
á handlegg sér og fleygði lienni
út um gluggann. Ekki datt liún
samt til jarðar, heldur í vagn,
sem ger var af lofti einu, og
voru fyrir þeim vagni fjórir
hestar, sem alt af voru að frýsa
og hneggja og rísa upp á aftur-
fæturna. Biðillinn settist upp í
vagninn lijá kóngsdótturinni
og óðara en hann þreif í taum-
ana og reiddi svipuna þá breidd-
ust út skýin og urðu að kon-
ungsgötu, og þegar vagninn
þaut áfram veltandi, þá var
það stormur, og í einni svipan
var hann horfinn — þvi þessi
3