Rökkur - 01.06.1932, Page 37

Rökkur - 01.06.1932, Page 37
RÖKKUR 35 hægra megin og dauðavatns flöskunni vinstra megin, gyrði sig svo sverði og gekk siðan leiðar sinnar. Nú gengur hann langa lengi og kemur loksins i dal nokkurn, sem fullur var af vegnum mönnum. Þá tekur hann upp lífsvatns flöskuna og stökkvir dálitlu í andlit eins af liinum dauðu. Reis hann upp þegar, neri augu sin og mælti: „Sér er nú hvað; lengi hefi eg sofið.“ „Segðu mér, maður, hvað hér hefir gerst,“ mælti kóngssonur- inn litli. „Þetta litla,“ svaraði liinn dauði, „við börðumst hérna í gær við hana Trölla-Elínu og hún hefir drepið oss alla niður í strá.“ Þá mælti kóngssonurinn litli: „Ef þið hafið verið þær lið- leskjur, að geta ekki varist einni konu, þá verðskuldið þið ekki að lifa.“ Síðan stökti hann á hann dá- litlu af dauðavatninu og óðara valt hann dauður niður innan um hin líkin. Eftir það kom kóngssonurinn litli í annan dal og lá þar enn stærri valur. Vakti hann þar aftur einn til lífs og mælti: „Hefir Trölla-Elín einnig drepið ykkur alla?“ „Svo er víst,“ svaraði hinn dauði. „Hvers vegna á hún í hernaði við ykkur?“ „Veistu það ekki,“ svaraði hinn dauði, „að kóngur vor vill eiga hana, en hún vill engan taka sér til eiginmanns, nema þann, sem sigrast á hentii. Vér fórum á móti henni með tvo heri, þann fyrri lagði liún að velli i gær, en af oss gekk hún dauðum i morgun snemma um sólaruppkomu, og nú er hún að berjast við þriðja herinn.“ Kóngsonur stökti einnig dauðavatni á þennan hérna og á sama bili lá liann aftur stein- dauður í valnum. Enn kom hann í þriðja dalinn og lá þar þriðji herinn að velli lagður og í val fallinn. Kóngssonur vakti einn enn til lífs aftur og sagði hann: „Orustan er nýafstaðin; Trölla-Elín hefir felt oss alla.“ „Hvar get eg fundið hana?“ spurði kóngssonur. „Hinum megin við fjall þetta,“ svaraði hinn dauði, „þár er höll hennar.“ Stökti þá kóngsson dauða- vatni á hann sem hina fyrri, og hné hann óðara örendur til jarfr- ar. Nú er það að segja af Argil- usi — þvi svo nefndist kóngs- sonurinn — að hann gengur yfir f jallið og kemur loksins að liöll Trölla-Elínar. Hliðið var 3* L

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.