Rökkur - 01.06.1932, Blaðsíða 38

Rökkur - 01.06.1932, Blaðsíða 38
36 R Ö K K U R opið og fór liann þar inn. Ekki var þar manna í'yrir. í svefn- herbergi Trölla-Elínar hékk sverð á þili, sem ýmist rendi upp úr slíðrum eða niður aftur. „Fyrst þú aldrei eirir þér,“ mælti Argilus er hann sá þetta, „þá er best eg láti þig komast í gagnið. Þú ert mér skapfeldara en eigið sverð mitt, sem aldrei hreyfist nema þegar eg bregð því sjálfur.“ Að svo mæltu dró hann sverð- ið á þilinu úr slíðrum þess og lét sitt í staðinn. Varla var það gert fyr en Trölla-Elín var komin í herbergið. „Ösvífni maður,“ kallaði hún, „hvaðan kernur þér slík of- dirfska að vaða inn i höll mína. Elvkert undanfæri, brand úr slíðrum, þú verður að berjast við mig.“ Hún reif sverðið niður af þil- inu og Argilus brá hinu, sem hann hafði náð í skiftum fyrir sjtt. Þau tóku að skilmast en ekki komu vopnin fyr saman en vopn Trölla-Elínar hrökk i sundur sem gler væri. Þá kall- aði hún upp fagnandi: ,.Þú hef- if sigrað, þú ert brúðgumi minn,“ og hljóp upp um háls- inn á Argilusi og kysti liann svo ástúðlega að unun var á að sjá. Þegar þau nú höfðu búið saman um hrið i fögnuði og besta samlyndi, þá var það einn morgun að Trölla-Elín tók svo til máls: „Nú verð eg að skilja við þig um stuttan tíma, kæri eigin- maður; það verður í fyrsta og síðasta sinn, sem eg skil við þig; að sjö dögum liðnum verð eg komin aftur og þá munu æfi- dagar okkar úr því líða í eilifri ánægju og fögnuði.“ Argilus dauðleiddist nú er Trölla-Elín var farin frá hon- um; hann gekk úr einu her- berginu í annað og loks varð honum gengið að því ysta og stóð þar æði lengi fyrir utan dyrnar, en loksins sigraði for- vitnin, þvi hann var ungur og hvatvís. Opnar hann liurðina rösklega og sér aldraðan mann standa úpp við vegginn með feikna sítt skegg, sem var ekki annað en logandi eldur. Þetta var eldkóngurinn Holófernes, en það vissi Argilus ekki. Þessi aldraði maður var reyrður upp við vegginn með þreánur stál- gjörðum um mittið. „Guð blessi þig, ungi maður,“ mælti eldkóngurinn, „þú sér að skegg mitt er logandi eldur, mér er svo skelfing heitt, gefðu mér einn bikar víns til að svala mér.“ Argilus var góðmenni, helti víni i bikar fyrir hann og rétti honum. Eldkóngurinn brosti i kampinn og sagði: „Tarna var gott, það hresti mig, skenktu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.