Rökkur - 01.06.1932, Blaðsíða 42

Rökkur - 01.06.1932, Blaðsíða 42
40 R Ö Ií K U R „Ekki fæst eg um það,“ segir Argilus. „Hjá mér er vistarárið að eins þrír dagar,“ mælti Járnnefja, „og getur þú byrjað vistina nú þegar. Þú átt að reka stóðið mitt út á silkiengið, en vanti svo mikið sem einn hest nú i kveld, þá ertu frá.“ Síðan leiddi hún Argilus þangað sem stóðið var inni. Þeir hestar voru af málmi; þeir hneggjuðu gríðarlega, stukku voða stökk í háa loft og ólmuð- ust með feikna tryllingi. „Gaktu nú að vcrki þínu,“ sagði Járnnefja, fór frá honum inn í herbergi sitt og lokaði að sér. En Argilus opnaði hliðið, varp sér á bak einum málmhest- inum og þeysti út á völl með allan þennan ólma hóp. Og óð- ara en komið var út á silkieng- ið þá kastaðist Argilus niður af graðfola þeim, er hann reið, og lenti í mýrarfeni og sökk upp að bringu. Tvístraðist hópurinn þá í allar áttir, en Argilus tók staf- inn litla, sem mágar hans höfðu fengið honum og stakk honum í jörð niður. 1 sama vetfangi laust niður sólargeislunum svo glóandi heitum, að mýrarfenið skrælþornaði og lá við að málm- hestarnir færu að bráðna. Kom þá felmtur yfir þá og tóku þeir á rás heimleiðis eins og fæturn- ir toguðu. Þegar nornin um kvöldið sá alt stóðið saman rekið, varð hún hissa og mælti: „Á morgun skaltu standa yfir svörtu hryssunum mínum, þær eru tólf saman, og verðirðu ekki kominn heim með þær um sól- ariag, þá verður það þinn bani.“ En þesar tólf hryssur voru dætur Járnnefju. Argilus reið út til hryssanna og sagði þá ein þeirra við hann: „Eg kenni í brjóst um þig, það er útgert um þig; það er ekki eins hægt að temja okkur eins og málmstóðið.“ „Sjá þú fyrir þinu, eg skal sjá fyrir mínu,“ mælti Argilus. 1 sama bili þutu tólf hryssurnar sína í hverja átt. Argilus stakk niður litla stafnum og skall þá á voðastormur, og stóð hvass- viðris strokan jafnt framan i hverja hryssuna um sig, og hvernig sem þær hömuðust þá var veðrið og vindurinn samt sterkari en þær — þær urðu all- ar lieim að hverfa. Það stóðst á endum að Argilus var að loka hesthúsdyrunum og seinasti sólargeislinn að hverfa, þá kom nornin Járnnefja út að hesthús- inu. Henni brá þá enda enn meira í brún en kvöldinu áður, þegar hún sá að Argilus var kominn heim með allar hryss- urnar. „Ef þú vilt vinna í nótt,“ sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.