Rökkur - 01.06.1932, Page 43
R O K K U R
41
hún, „þá máttu eiga frí á morg-
un; farðu þá og mjólkaðu
hryssurnar í málmstóðsgerðinu,
og búðu mér laug úr mjólkinni;
snemma á morgun, þegar fyrsti
árgeislinn kemur i ljós, þá verð-
urðu að vera búin að þessu.“
Undir eins og Argilus var
kominn út úr hesthúsinu tók
hún járnlurk og lamdi allar
dætur sinar liðlanga nóttina. En
Argilus gekk til kofans og kom
honum til hugar að þetta mundi
verða liarðasta og erfiðasta
raunin. Ilann var í þann veginn
að stinga aftur niður staf sín-
um, en þá varð mánakóngurinn
á vegi hans. „Eg var einmitt að
leita að þér,“ sagði kóngurinn,
„og veit cg þegar hvað þig van-
hagar um. Þarna, sem eg núna
læt skin mitt bera yfir, þar
skaltu grafa þrjár spannir nið-
ur í jörðina, og muntu þá finna
gullbeisli; livenær sem þú liefir
l>að i hendi mun hver og einn
hestur vera þér stýrilátur.“ Ar-
gilus gerði eins og mánakóngur-
inn sagði honum og allar málm-
hryssurnar stóðu grafkyrrar og
létu mjólka sig. Um morguninn
var laugin til, mjólkin bullaði
og sauð og rauk upp af henni.
Þá sagði Járnnefja við Argilus:
„Þú verður fyrst að setjast i
laugina til þess að reyna hana.“
„Gott og vel,“ svaraði Argil-
Us,“ en undir eins og eg hefi lok-
ið þeirri raun, þá ríð eg héðan
burt. Láttu því teyma fram
hestinn, sem eg hefi áskilið mér
í vistarkaup.“
í sama vetfangi stóð hestur-
inn lijá laugarkerinu. Hann var
lítill, ósélegur og óþrifalegur.
Þegar Argilus gekk að laugar-
kerinu og ællaði að stíga niður
í vellsjóðandi mjólkina, þá dýfði
hesturinn höfði sínu niður í
hana og saug í sig allan eldinn
svo Argilus var heill og ósakað-
ur í kerinu og þegar hann sté
upp úr því var hann sjö sinnum
fríðari en hann var áður. Norn-
inni Járnnefju fór því að lítast
á hann og hugsaði með sér: „Nú
skal eg lika gera mig sjö sinnum
fallegri en eg er, og giftist eg
svo þessum yngissveini.“
Og jafnharðan stökk hún nið-
ur í laugarkerið. En hesturinn
stakk aftur niður höfði sínu i
mjólkina og öllum þeim eldi,
sem hann hafði sogað í sig áð-
ur, honum blés hann nú aftur
út úr nasraufum sínum, og
þarna brann svo nornin Járn-
nefja lifandi í lauginni.
Argilus varpaði sér á bak
hesti sínum og þeysti burt. Þeg-
ar komið var af stöðvum norn-
arinnar mælti liesturinn:
„Þvoðu mér nú í þessum lælc.“
Argilus gerði svo og varð
hesturinn þá sem rauðagull á
að sjá og við hvert hans hár