Rökkur - 01.06.1932, Page 45

Rökkur - 01.06.1932, Page 45
R Ö K Ii U R 43 Skáldkouan Jane Austen. Eftir Ricliard Beck. —o— Enslcar konur hafá lagt drjúgan skerf til bókmenta þjóðar sinnar, eigi síst í skáld- sagnagerð. Auk skáldkonu þeirrar, sem hér um ræðir, má nefna þær systurnar Charlotte og Emily Bronté, George Eiiot, og af núlifandi rithöfundum þær Sheila Kaye-Smith og Vir- ginia Woolf. En þó að þær liafi allar ritað eftirtektar- verðar skáldsögur og merki- legar, þá er Jane Austen, af ýmsum þeim, sem dómhærast- ir eru, talin fremst allra kvenna, sem skáldsögur hafa ritað á enska tungu. Hvað sem því líður, þá verður henni vart með réttu neitað um veglegan sess, þegar skáldsagnahöfund- um Englands er til sætis skip- að að verðleikum, eftir snilli- gáfu og valdi þeirra yfir hug- um hinna ólíkustu kynslóða. Og bókmentir vorar eru fyrir það stórum snauðari, að eng- um af skáldsögum hennar hef- ir snúið verið á vora tungu. En ekki mun þurfa að eggja ís- lenska ensku-lesendur, þá, sem unna sönnum bókmentum, á af kynnast ritum hennar, sem hinn óvægasti dómari — tim- inn sjálfur — hefir eigi þokað úr tignar-sessi.* Þó að Jane Austen væri uppi á umbrotatímum, har líf henn- ar engan hlæ þeirrar ólgu og æfintýra, sem einkendu' helstu samtíðarmenn liennar, róman- tísku skáldin ensku: Byron, Coleridge og Slielley. Lífi þeirra má líkja við brimsollið hafið, en æfi Jane Austen við lognsæinn. En logndagurinn á sína fegurð, sínar dásemdir, eigi síður en stormdægrin, þó með öðrum hætti sé. Það vissi skáldkona þessi manna best; og í hversdagslífi sínu, þó kyr- látt væri og einfalt, fann liún efnivið nægan i ódauðleg lista- verk. En það er nú einu sinni aðall snillingsins, að liann hreytir i gull þvi, sem við hin- ir teljum grjót. Jane Austen var fædd 16. desember 1775, í Steventon- þorpi á Suður-Englandi. Hús- ið, sém lmn fæddist í, er löngu * VönduS og handhæg, en þó ó- dýr útgáfa af skáldsögum Jane Austen er: The Complete Novels of Jane Austen. London, William Heinemann (Snæbjörn Jónsson um- boSsmaður á íslandi), 1928. Mikið rit — yfir 1400 bls. — en verðið að eins 8 sh. 6 d., í bandi. Víðkunnur enskur rithöfundur, J. C. Squire, rit- stjóri hins merka tímarits London Mercury, hefir skrifað ágætan inn- gang að bókinni.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.