Rökkur - 01.06.1932, Side 48

Rökkur - 01.06.1932, Side 48
46 ROKKUR sex af skáldsögum hennar, sem hún lanlc við (til eru hrot af öðrum) komu út i þessari röð: Sense and Sensibilitij (1811), Pride and Prejudice (1813), Mansfield Park (1814), Emma (1816), Northanger Abbey og Persuasion (1818), hinar tvær síðastnefndu að skáldkonunni látinni. Lesandann mun fýsa að vita hverjar viðtökur sögur þessar fengu. — Ekki er hægt að segja um Jane Austen, að liún hafi eins og Byron lávarður vaknað einn morgun við það, að hún væri fræg orðin. Rit- frægð hennar óx smám saman. Þó verður eigi annað sagt, þeg- ar alls er gætt, en að bókum hennar væri í fyrstu vel telcið. Hér var ekki hið æsinga- og öfgafulla, ekki ginnandi glam- ur, og eigi heldur opinskáar og kitlandi ástalýsingar, sem enn reynast hentug tálbeita hverj- um þeim, sem öðlast vill skjóta lýðhylli fyrir rit sín. Hvort sú hylli er að sama skapi á bjargi bygð, skal ósagt látið. Jane Austen bauð lesendum sínum kjarnmeti: sannar lífslýsing- ar, færðar í búning ómengaðr- ar frásagnarlistar. Að margir samtiðarmenn liennar kunnu að meta hana, er auðsætt af því, að fyrstu útgáfur af skáld- sögum hennar seldust nærri því undir eins. En eins og menn almení þekkjast af vinum sin- um, þá þekkjast skáldin af að- dáendum sínum. En það hefir verið gæfa Jane Austen, og er órækur vottur um list hennar, að hún hefir altaf átt gnægð formælenda meðal liinna best mentuðu manna, í liópi góð- skálda og andlegra leiðtoga. Hún var uppáhaldsskáld Ma- caulays sagnfræðings; Whate- ly erkibiskup, annar samtiðar- maður hennar dáði hana mjög, og Walter Scott marglas rit hennar og lofaði óspart hinn frábæra hæfileika hennar til að lýsa hversdagslífinu með nákvæmni og skilningi. Þessi dæmi nægja til þess að sýna liver ítök Jane Austen átti í hugum hinna merkustu sam- tiðarmanna sinna. Og enn eru verk hennar víðlesin og mikils metin, ekki síst af þeim, sem vandastir eru í vali á því, sem þeir lesa, og best kunna að meta andlega fjársjóðu. Ekki verða hér rakin sögu- efni Jane Austen nema að ör- litlu leyti; það er hvort sem er hlutverk lesendanna. En til skilningsauka er hér bent á nokkura höfuðdrætti skáld- sagna hennar, og eru þær ræddar í þeirri röð, sem þær voru prentaðar. í Sense and Sensibility gerir

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.