Rökkur - 01.06.1932, Side 50

Rökkur - 01.06.1932, Side 50
48 ROKKUR kölluð „ný og gamansöm út- gáfa af sögunni um Kolskör“; en flestir munu kannast við hana úr æfintýrunum. Frá því að vera olnbogabarnið í ösku- stónni, varð liún að lokum gæfubarnið. — Mansfield Park segir frá ungri stúlku, Fanny Price, munaðarlej'singja, sem scr að lokum fegurstu drauma sína rætast. Þetta er í raun og veru ástarsaga; en á þeim Fanny og Edmund sannast orð Shakespeares: „Vegur sannrar ástar var aldrei sléttur“. En þó söguefnið sc næsta algengt og einfalt, þá er örlagaþráðum sögupersónanna svo meistara- lega saman fléttað, að úr verð- ur lífsmynd, með skini og skuggum. Emma er einnig saga ungrar stúlku, sem með allskonar yfir- sjónum bakar vinum sínum hin mestu óþægindi. Fjarri fer að heimsku eða illu innræti sé um að kenna, því að Emma er í raun og veru bæði gáfuð og góðhjörtuð; en hún skilur eigi sjálfa sig og bana skortir mann- þekkingu; þess vegna snúast þær athafnir hennar, sem til góðs miða, í hið gagnstæða. Þrátt fyrir yfirsjónir hennar, verður lesandanum hlýtt til Emmu og hún á systur enn í dag Margir fleiri koma hér við sögu. Fjölbreytni, fjör og gletni ein- kenna frásögnina og meðferð efnis er hin glæsilegasta. Northanger Abbey, ein af fyrstu sögum Jane Austen, er ádeilurit. Skáldkonan ræðst þar á liinar hlóðugu skelfingasög- ur, sem kendar voru við Mrs. A. Radcliffe (17(54—1823) en þær voru fullar af hinum fjar stæðustu atburðum og óeðli- legum sálarlýsingum. Skorti, með öðrum orðum, allan raun- veruleika. Á „Nortlianger Abbey“ má sjá ýms byrjenda- mörk. En það er fjörug saga, full af gletni og kátínu og sum- ar persónulýsingarnar hafa vel tekist, eigi síst sú af söguhetj- unni. Jane Austen hittir lika markið með ádeilu sinni. Skop- ið er máttugt vopn, sé því fim- lega beitt og kröftuglega. Sýnir hún að ekki á að rita skáldsög- ur eins og Mrs. Radcliffe og hennar flokkssystkini gerðu. Að dómi Jane Austens eiga skáldsögur að vera sannar lífs- lýsingar, spegilmyndir veruleik- ans, en ekki öfgafullar skrípa- inyndir, þar sem sannleikur- inn og lögmál lífsins eru vett- ugi virtar. Og vel skildi hún hlutverk sitt sem skáld. Það sýnir „Northanger Alibey“ svo að engum vafa er undirorpið. „Persuasion“ var síðust af skáldsögum Jane Austens. Er það hin prýðilegasta og að

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.