Rökkur - 01.06.1932, Page 53
R O K lv U R
51
íólgin, að hún lætur söguper-
sónurnar aðallega lýsa sér í
eigin orðum og athöfnum. Þess
vegna eru karlar hennar og
konur — góð og ill, eins og
gengur — ljóslifandi og sönn.
Þó eru engar tvær (t. d. engir
tveir prestarnir) cins. Þessi f jöl-
breytni sprettur af þvi, að hver
sögupersónan þroskast sanikv.
sínum innri eðlislögum. Hún
er ekki sem dauður taflmaður
í hendi teflanda.
Þeir, sem leita hins æsingar-
fulla, bókmentalegrar háreysti,
finna hvorugt í ritum Jane Aus-
tens. Þeir geta sparað sér það
ómak, að leita þess þar. Hinir,
sem lesa skáldsögu til þess, að
afla sér trúrri skilnings á mann-
legu eðli, og þar með á sínu
eigin sálarlífi, munu finna i rit-
um hennar sígilda fjársjóði —
sannleik og list.
Stáliðnaðaráform
Rússa.
—o—
Amerískur verkfræðingur, C.
W. Springer, frá firmanu
Arthur G. McGee & Co. í Pitts-
burgh, Pa., U. S. A., var fyrir
nokkuru síðan staddur í Paris,
á heimleið til Bandaríkjanna,
eftir átta mánaða dvöl í Rúss*
landi, aðallega i Magnitogorsk i
Úralfjöllum, þar sem Rússar eru
að koma upp stórfeldri stáliðn-
aðarstöð, sem ráðgert er að
kosti um 228 miljónir dollara.
Er mælt, að hvað stærð og all-
an útbúnað snertir, sé að eins
ein önnur stáliðnaðarstöð í
heimi sambærileg, nfl. stáliðn-
aðarstöð United States Steel
Corporation í Gary, Indiana,
Randaríkjum.
I viðtali við eitt Parísarblaðið
sagði Mr. Springer m. a..:
„Þegar eg fór frá Magnito-
gorsk fyrir 10 dögum síðan (þ.
17. febr.) var byrjuð starf-
ræksla eins 1000 smál. bræðslu-
ofns, annar að kalla tilbúinn til
notkunar, og tveir til í smiðum.
Þegar stáliðnaðarstöð þessi er
fullgerð, verða þar átta
hræðsluofnar, 1000—1200 smál.
að slærð liver. Fjörutíu amer-
ískir verkfræðingar hafa um-
sjón með þeim framkvæmdum,
sem unnið er að i Magnito-
gorsk.
Fyrir tveim árum síðan voru
þarna 2—3 hús og ein tylft
manna. Nú er risin þarna upp
horg með 125,000 íbúum. Borg-
in stendur í dal inni í Úralfjöll-
um, 1600 milur vegar frá
Moskwa. Amerísku verkfræð-
ingarnir eiga heima í smáhús-
um við góðan aðbúnað, en ann-
4*