Rökkur - 01.06.1932, Page 65

Rökkur - 01.06.1932, Page 65
ROKKUR 63 t'rigSissjónarmiði að sækja títt kvikmyndasýningar. Segir í skýrslunni, aö það sé vert að rannsaka það atriði sérstaklega. Börn, sem hafa verið á kvik- myndasýningu kvarta oft yfir því, að þau séu þreytt í augunum og hafi höfuðverk. Börnin þurfa að leika og skemta sér, segir í skýrsl- unni, og helst að hafa eitthvað að starfa, sem bæði er til gagns og og gamans. Mætti vafalaust draga úr kvikmyndalöngun barna með því að leggja enn meiri áherslu á það en gert hefir verið, aS sjá börnunum fyrir leikvöllum og leikskálum og vinnnustöðvum i sambandi við þá. Velgerðastofnanlr 1 Bandaríkjunum, styrktar af sambandsstjórninni, stjórnum einstakra ríkja, félög- um og einstaklingum, vörðu $ 73.757.300 á fyrsta fjórðungi ársins 1931 til aðstoðar þeim, sem bjargarvana voru i land- inu. Þetta var $ 51.419.156 meira en á sama tíma 1930. — Tölur þessar eru teknar úr skýrslum stjórnarinnar í Was- hington. 57.4% af íbúum Banda- ríkjanna voru að einhverju leyti aðnjótandi aðstoðar þess- arar á tímabili því, sem um er að ræða. Á hverri nóttu fengu að meðaltali 49.411 heimilis- lausir menn og konur húsa- skjól og máltíð þenna tíma, en að eins 14.037 að meðaltali á sama tíma árið áður. Á þessu tímabili útlilutuðu stofnanirnar 4.170.318 ókeypis máltíðum til öreiga, en á sama tíma árið áð- ur 671.419 máltiðum. Stofnan- irnar önnuðust árið sem leið um 1.287.778 fjölskyldur að nokkru eða öllu leyti og nem- ur aukningin, miðað við 1930, 285.7%. — í fjallaríkjunum svo- nefndu var langminst neyð, þ. e. í Montana, Idaho, Wj^oming, Colorado, New Mexico, Arizona, Utah og Nevada, en mest í iðn- aðarríkjunum, þ. e. Atlantshafs- strandar- og Kyrrahafsstrandar- ríkjunum og miðvesturríkjun- um svokölluðu. Bálfarir aukast í Svíþjóð. Bálfarir aukast mjög í Sví- þjóð. í Stokkhólmi voru bál- farir 944 talsins árið sem leið og nam aukningin frá 1930 um 25%. Meðlimir hálfarafélagsins í Stokkhólmi eru 9.000. Alls eru 63 félög í Svíþjóð, sem vinna að því að bálfarir verði almenn- ari.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.