Rökkur - 01.06.1932, Side 70

Rökkur - 01.06.1932, Side 70
68 RÖKIÍUR verslunarsamning. Kváðu Spán- verjar hafa hafnað boðinu, Vegna þess, að rússneskir undir- róðursmenn hafi hvatt spán- verska kommúnista til bylting- ar. gegn stjórninni. Gullflutningur frá Indlandi til Bretlands. Afar mikið gull hefir verið flutt frá Indlandi til Bretlands að undanförnu. — Frá því i september 1931—24. febr. s.l. nam verðmæti gulls þess, sem flutt var til London frá Indlandi 175 miljónum dollara. Mestur þlutinn af þessum 175 miljón- um, var fluttur inn eftir ára- mót. — Gullflutningar þessir munu hafa átt mikinn þátt i þvi, að sterlingspund hækkaði mikið um tíma. Þreyta og bifreiðaslys. Öryggisnefnd ríkisins Penn- sylvanía í Bandarikjunum lief- ir háft til langrar og ítarlegrar atliugunar orsakir hifreiðaslysa. Nefndin komst ekki að þeirri niðurstöðu, að of hraður akstur sé tíðasta orsök bifreiðaslysa, en því hefir verið lialdið fram af ýmsum samskonar nefndum, sem starfandi eru í Bandaríkj- unum. Nefndin komst að raun um það, að bifreiðaslys eru tíð- ust á þeim tímum, er menn aka heim úr vinnu, og telur því að tíðasta orsök bifreiðaslysa sé þreyta. Forseti nefndarinnar, Matthews að nafni segir, áð aldrei sé nauðsynlegra að aka hægt og gætilega en að kveld- lagi, þegar menn haldi heimleið- is að erfiði dagsins loknu. „Það getur verið hvíld í því fyrir suma, að aka heim að dagsverki loknu, en fyrir allan fjöldann er það einungis viðbótar- áreynsla, andleg og líkamleg.“ Samvinna mjólkurframleiðanda 4 í Englandi. Mjólkurframleiðendur i Eng- landi og Wales áforma að mynda með sér félagsskap, til þess að koma betra skipulagi á afurðasölu sína. Landbúnaðar- frömuðir hafa rætt málið við landbúnaðarráðherrann og er búist við, að skipuð verði nefnd sérfræðinga í búnaðarmálum og viðskiftamálum, til að koma betra skipulagi á sölu mjólkur- afurða og til að bæta fram- leiðsluna. Nefnd þessi verður skipuð af landhúnaðarráðherr- anum, samkvæmt heimild i lög- um, sem nýlega voru samþvkt, um sölu landbúnaðarafurða (The Agricultural Marketing Act). — Árleg mjólkurfram- leiðsla í Englandi og Wales nemur fimtíu og sex miljónum

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.