Rökkur - 01.06.1932, Síða 72
70
R O K K U R
JFÍyer gæti reki'ð það ofan i mig,
sem eg hefði um skipskaðann að
s?g.ia?“
Um leið og Dantés hugsaði á þessa
leið, varð honum litið þangað, sem
skipið hafði rekið upp og brotnað
i spón fáum klukkustundum áður.
Á einni kiettasnösinni hékk rauð
sjómannshúfa og við hvössu kletta-
nybburnar í flæðarmálinu flaut brot
Úr kili skipsins. Dantés var eigi
lengur í vafa um hvað hann skyldi
til bragðs taka. Hann synti út að
klettinum, þar scm rauða húfan
hékk, setti hana á höfuð sér, en þvi
næst tók hann brotið úr kilinum
og lagði til sunds og stefndi í átt-
ina fyrir skipið, sem var að koma
frá Marseille.
,',Eg er hólpinn," hugsaði hann.
Og sannfæringin um, að björgun
væri í, nánd, frclsi og nýtt líf fyrir
höndum, veitti honum nýtt þrek.
Edmond kom fljótt auga á skipið,
sem nú sigldi beitivind milli Ifkast-
ala og Planier-turns. Andartak ótt-
aðist hann, að skipið myndi aftur
talca stefnu til hafs, en hann sá fljót-
lega, hvað fyrir skipsmönnum vakti.
Þeir ætluðu að sigla á milli Jaros-
eyjar og Calaseraigne-eyjar, eins og
skip þau gerðu tíðast, sem fóru frá
Marseille til Ítalíu. Og smám sam-
an nálgaðist Dantés skipið. Eitt sinn
var það eigi nema fjórðung úr mílu
frá honum, en tók aftur hliðarstefnu
og fjarlægðist hann. Þegar skipið
var næst honum, reyndi hann að
veifa til skipsmanna, en enginn
þeirra tók eftir honum. Dantés vissi,
að þýðingarlaust var að æpa, þvi að
vindurinn hefði borið hljóðið frá
skipinu. Dantés hugsaði nú sitt ráð
og synti hægt. Hann beið átekta, uns
skipið breytti stefnu aftur. Og þeg-
ar það á ný nálgaðist, tók hann
stefnu alllangt fyrir framan skiþið
og synti svo sem kraftarnir frekast
leyfðu. En áður en hann næði að
skipinu, breytti það aftur um stefnu.
Hann veifaði nú húfu sinni sem á-
kafast, og í þetta skiftið komu skips-
menn auga á hann. Stefndu þeir nú
skipinu til hans. Og um leið sá hann
að þeir voru að búast til að setja
út skipsbátinn. Nokkrum mínútum
síðar reru tveir skipsmanna bátnum
hratt til hans, en Dantés synti af
öllum mætti móti bátnum. Kastaði
hann nú frá sér kjalarbrotinu, en
það hefði hann ekki átt að gera,
því að því hafði honurri verið mikil
stoð til að halda sér á floti. Jíisti
hann nú mátt sem hraðast. Það var
eins og aliir limir hans væri að
stirðna upp og honum seig sorti á
augu. Hann gat aðeins rekið upp
veikt neyðaróp, er hann var í þann
veginn að sökkva.
„Gefstu ekki upp,“ kallaði annar
þeirra, sem í bátnum var, og hertu
þeir nú róðurinn. En kraftar hins
druknandi manns voru þrotnir, og
Dantési fanst, að hann væri að
sökkva með blýkúluna þungu
bundna við fótlegg sinn. En er
hann var i þann veginn að missa
meðvitundina, fann hann, að gripið
var sterklega í hið mikla hár hans.
En hann hyorki heyrði neitt né sá.
Hann hafði mist meðvitundina.
Þegar hann raknaði úr roti, lá
hann á þilfari skipsins. Hann svip-
aðist um i kringum sig, til þess
að athuga i hvaða átt siglt væri.
Hann sá, að þeir fjarlægðust If-kast-
ala og hann ándvarpaði af ánægju,
en svo miklum sársauka var and-
varpið blandið, að skipsmenn héldu,
að líkamleg kvöl væri orsök þess.
Einn skipsmannanna nuddaði fót-
leggi hans án afláts með grófgerð-