Rökkur - 01.06.1932, Page 76
74
R Ö K K U R
Henri Dunant.
Þetta minnismerki hefir verið reist
í Ziiricli í Sviss, yi'ir Henri Dnnant,
stofnanda Rauða krossins.
„Hvaða ár?“
„Hvaða ár? Þú spyrð hvaða ár?“
„Já, eg spyr'um það.“
„Hefirðu þá gleymt því hvaða ár
er?“
„Já. Eg varð svo skelkaður í nótt,“
sagði Dantés brosandi, „að eg hefi
gleymt degi og ári. Ilvaða ár er?“
„1829“, svaraði Jacobo undrandi.
— Það voru fjórtán ár liðin síðan
Dantés hafði verið handtekinn.
Hann var nítján ára, þegar hann
var settur í hald i Ifkastala. Hann
var þrjátíu og þriggja ára nú.
Beiskjubros kom fram á varir hans
og hann spurði sjálfan sig ótal
spurninga. Hvað hafði orðið af
Mercédési, sem vafalaust hugði
liann látinn?
Á næsta augnabliki skein heift og
hatur úr augum hans. Hann hugs-
aði um mennina þrjá, sem höfðu
svikið hann og komið því til leið-
ar, að hann var á annan tug áfa í
fangelsi. Hann heitstrengdi enn á
ný að hefna sín á Danglarsi, Fern-
andi og Villefort. Og þessi heit-
strenging var ekki lengur orð ein,
því að nú var svo komið, að hrað-
skreiðasta skipið í Marseille hefði
ekki getað komist fram úr smygl-
skútunni, sem flaug áfram undan
hagstæðum vindi i áttina til Leg-
horn i Ítalíu.
XXII. kapítuli.
Smyglarnir.
Dantés kyntist skipsmönnum fljót-
lega. Þótt skipstjórinn hefði eigi
notið kenslu neins manns jafnfróðs
og Faria ábóta, var hann slarkfær
i öllum þeim málum og mállýskum,
sem þjóðir þær og þjóðflokkar tala,
sem eiga lönd að vatninu mikla,
sem kallað er Miðjarðarhaf. Skip
hans var smyglskip, eins og lesand-
ann hefir ef til vill þegar rent grun
í, og hét það „La Jeune Amélie“.
Eins og geta má nærri, kon? það sér
vel fyrir mann, sem hafði smygl að
atvinnu, að vera vel fær i málum.
Skipstjórinn hafði mikla reynslu i
sinni atvinnugrein, og þess vegna
hafði hann yfirleitt illan grun á
mönnum, sem voru vel færir i
tungumálum, þvi altaf gat verið, að
þeir væri starfsmenn tollliðsins i
einhverju Miðjarðarhafslandinu,
þótt þeir þættust vera sjómenn. Og