Rökkur - 01.06.1932, Page 78

Rökkur - 01.06.1932, Page 78
76 R O K K U R Stærsti hátalari heimsins. Þessi mynd er af stærsta hátalara heimsins. Hann var á radiosýning- unni, sem haldin var í London á siðastliðnu ári. raka hann, bað Dantés um spegil. Hann var nú þrjátíu og þriggja ára gamall og fjórtán ára fangelsisvist hans hafði hafí óafmáanleg áhrif á sálarlíf hans. Þegar hann var sett- ur i Ifkastala var hann glaðlyndur, ungur maður, sem engar raunir hafði reynt, og hann hafði búist við, að framtíðin yrði eins skuggalaus og fögur og það, sem liðið var. Og Dantés sá þegar glögglega, hve breyttur hann var orðinn í útliti. I andliti hans voru nú harðir, á- kveðnir drættir, sem táknuðu alvöru og stefnufestu. Milli augna hans var ein, djúp lirukka, tákn þess, að hann var hugsandi maður. Augun voru þunglyndisleg, en það brá fyrir i þeim glömpum haturs og heiftar, fyrirlitningar og beiskju. Litarhátt- urinn var fölur, eftir sólarlausa fangelsisveruna, og minti því frek- ara á litarhátt Norðurlandabúa, þótt hárið væri dökt. Svipur hans ininti í rauninni á tiginn mentamann frá norðlægu landi, því að í honum gætti einnig áhrifanna af mentun þeirri, sem honum hafði fallið i skaut í samverunni við Faria ábóta hinn lærða. En þrátt fyrir inniveruárin í fangelsinu var líkami hans enn óbeygður. Hann var enn teinréttur og sterklegur, það var eins og hann byggi yfir margra ára samansafn- aðri orku. Það duldist þó ekki, að hann var hvatari í hreyfingum en hann hafði áður verið, eins og títt er um menn, sem sífelt eru í hætt- um eða búast' við illu. Rödd hans, sem hafði verið mjúk og innileg, var nú köld og hörð, og hann var svo vanur mvrkri, að hann sá í dimmunni eins og hýenan og úlfur- inn, sem biða eftir bráð. Edmond brosti, þegar hann leit á sjálfan sig í speglinum. Hann gat verið örugg- ur um það, að enginn vina hans — ef hann átti þá nokkurn vin eftir — mundi þekkja hann aftur, því að hann þekti ekki sjálfan sig aftur. Skipstjórinn hafði mikinn áhuga á því, að fá Dantés til að vera áfram á skipinu, og bauð honum góð boð, jafnvel þátttöku í hagnaðinum af smyglferðunum. En Dantés hafði ekki í huga að taka neinum slíkum boðum. Þegar hann fór úr rakarastofunni fór hann inn i búð nokkura og keypti sér sjómannsklæðnað, hvitar brækur, röndótta skyrtu og sjó- mannshúfu. Og þannig klæddur gekk Dantés nú aftur á fund skip- stjórans á „La Jeune Amélie“. Skip-

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.