Rökkur - 01.06.1932, Qupperneq 79
R 0 Ií K U R
77
stjórinn ætlaði ekki að þekkja hann
aftur, sem vænta mátti, þvi að þessi
hraustlegi sjómaSur, sem nú stóS
fyrir framan hann, var sannarlega
i engu likur „villimanni" þeim, sem
þeir höfðu bjargað. Reyndi hann nú
enn sem mest hann mátti til að fá
Iiantés til að ráða sig á skipið, og
lét Dantés loks til leiðast að vera
áfram á skipinu, en að eins stuttan
tíma, í lengsta lagi þrjá mánuði.
Skipshöfnin á „La Jeune Amélie“
varð stöðugt að halda á spöðunum,
því að skipstjórinn var harður á
því, að menn léti hendur standa
fram úr ermum, enda var sannleik-
urinn sá, að oft var svo ástatt, að
hentast var að hafa hraðan á. Eftir
tæpan vikutíma í Leghorn, var búið
að ferma „La Jeune Amélie“ meS
múselínsdúkum og tollskyldum
baðmullardúkum, ensku púðri og
tóbaki, sem var í umbúðum, sem
báru þess engin merki, að tollur
liefði verið greiddur af þvi. Skip-
stjórinn þurfti að koma þessu öllu
frá Leghorn, án þess að greiða af
því toll, og koma því á land á
ströndum Korsíku, en þar tóku
mangarar við því, og komu því á-
leiðis til Frakklands. Og svo var
siglt af stað. Og aftur sigldi Edmond
um hið bláa og fagra Miðjarðarhaf,
eins og hann svo títt hafði gert,
þegar hann var unglingur — þegar
hann hafði dreymt sína fögru fram-
tíðardrauma, — um Miðjarðarhafið,
sem honum hafði þótt svo fagurt í
íeskunni, enn fegurra í prísundinni,
og fegurst nú, er frelsið var aftur
fengið. Af stað var siglt og Gorgone
var á hægri hönd, en La Pianosa
á vinstri, — og var nii stefnt til
lands Paoli og Napoleons. Og árla
næsta morgun, þegar skipstjóidnn
kom á þilfar, rakst hann á Dantés,
senx hallaði sér fram á borðstoklc-
inn og starði á granitkletta nokkra
framundan, sveipaða roða nýrisinn-
ar sólar. Það var eyjan M o n t e
C h r i s t o.
En þeir sigldu fram hjá henni og
í áttina til Korsíku. En svo nálægt
eynni var farið, að ef Dantés hefði
hent sér ixtbyrðis og gripið til sunds,
þá hefði hann verið kominn á land
á þessari æfintýraeyju innan hálfrar
stundar. En eigi tjáði urn slíkt að
hugsa nú. Hann var vopnlaus og
áhaldalaus, til þess að grafa eftir
fjársjóðunum. Og hvað mundi skip-
stjóri hugsa — og menn hans?
Hann varð að bíða. En einmitt í
þolinmæði hafði hann þroskast i
kastalanum. Hann kunni að bíða.
Hann hafði beðið fjórtán ár eftir
frelsi sínu. Nú var hann frjáls. Hann
gat beðið misseri, ár eða lengur, ef
því væri að skifta. Var þetta líka alt
saman ekki heilaspuni Faria ábóta?
Við og við skaut þeirri efahugsun
upp í huga hans. En Dantés hafði
lært utan að bréf Spada kardínála.
Og hann hafði það upp í huganum
aftur og aftur, þegar efinn vaknaði.
Eitthvað gæti þó verið í þessu.
Myrkrið seig á og eyjan hvarf
sjónum skipsmánna, allra nema
Dantésar, hann sá hana lengur en
hinir, með fangelsisaugunum myrk-
urvönu, og hann hélt kyrru fyrir á
þiljum uppi löngu eftir að hinir
voru farnir undir þiljur, aðrir en
þeir, sem skyldustörfum höfðu að
gegna á þilfari.
Þegar dagur rann voru þeir við
Aleria-ströndina. Allan daginn voru
þeir á sveimi fram með ströndinni
og biðu átekta. Þegar fór að skyggja
sáu þeir, að bál voru kveikt á
ströndinni til merkis um, að öllu
væi’i éxhætt. Skipsljósker logandi