Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 28.01.2023, Blaðsíða 44
Ég man eftir henni strax þegar hún var lítil sem afar glaðlyndri. Eyþór Gunnarsson NÆRMYND Sólveig Anna Jónsdóttir er einhver umtalaðasta, ef ekki umdeildasta, kona landsins en á nærmyndinni sem nánasta fjölskylda hennar og vinir bregða upp af henni er hún sérlega skemmtileg, hrifnæm og réttsýn. Hún var mikill bókaormur í æsku og tengdi svo sterkt við prakkarann í Kattholti að hún vildi á tíma- bili bara láta kalla sig Emil. Sólveig Anna Jónsdóttir stendur, sem formaður Ef lingar, í ströngu þessa dagana og gefur ekki þuml- ung eftir í baráttunni fyrir bættum kjörum síns fólks og þykir víða fyrir vikið vera full föst fyrir og ósveigjanleg. Þvert á allar slíkar hugmyndir um hana ber vinum hennar og vanda- mönnum saman um að hún sé fyrst og fremst glaðlynd, hrifnæm, bros- hýr og sérlega skemmtileg. Þau segja þannig þá mynd sem dregin hafi verið upp af Sólveigu Önnu vera kol- ranga og víðs fjarri raunverulegum persónuleika hennar. Sólveig Anna fæddist í Reykjavík þann 29. maí árið 1975. Foreldrar hennar eru Ragnheiður Ásta Péturs- dóttir og Jón Múli Árnason. Hún er gift Magnúsi Sveini Helgasyni og saman eiga þau tvö börn. Magnús segir Sollu, eins og hún er alltaf kölluð, ótrúlega skemmtilega og að hann hafi aldrei kynnst manneskju sem sé jafn lítið fyrir sviðsljósið. „ Sol la er a lveg sva k a lega skemmtileg og þau eru það í raun öll fjölskyldan og hafa alltaf verið,“ segir Magnús. „Hún er svo ótrúlega réttsýn og til í að taka slaginn fyrir alla,“ segir hann. „Hún hefur samt aldrei verið fyrir það að trana sér fram eða viljað vera í forgrunni,“ bætir Magnús við. Hrifnæm og glaðlynd Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður er eldri bróðir Sólveigar Önnu. Hann segir hana hafa verið afar hrif- næmt og glaðlynt barn og þannig segist hann sjá hana enn þann dag í dag. „Hún er fjórtán árum yngri en ég og ég man eftir henni strax þegar hún var lítil sem afar glaðlyndri,“ segir Eyþór. „Þegar við Ellen vorum farin að búa áttum við kött sem eignaðist kettlinga og ég man alltaf þegar hún kom og hún var bara svona fjögurra ára, hún ljómaði og gargaði upp yfir sig af gleði og þannig man ég eftir henni, hún var sólskinsbarn, alltaf glöð og brosandi,“ segir hann. „Það var alltaf bjart yfir henni og þannig hefur hún alltaf verið í mínum huga og er enn, þessi mynd sem hefur verið dregin upp af henni sem einhverri harðneskjumann- eskju er í svo miklu ósamræmi við það sem allir sem þekkja hana vita, hún er hlý og góð og vill allt fyrir alla gera, þannig er hennar karakt- er,“ segir Eyþór. Hann rifjar upp hversu hrifin systir hans var af sögum og bókum þegar hún var lítil. „Hún elskaði að hlusta á sögur og þegar hún lærði sjálf að lesa las hún mikið sjálf og fékk svona dellur,“ segir Eyþór. „Á tímabili fékk hún algjöra dellu fyrir Emil í Kattholti og hún breytt- ist bara í Emil. Hún gekk um með húfu eins og hann og ef maður sagði Sólveig Anna í Kattholti Hér eru Sólveig og Birna á sól- ríkum degi að hlusta á djass á Jómfrúnni. MYND/AðseND Sólveig Anna í fanginu á systur sinni Birnu Gunnarsdóttur. við hana Solla, þá sagði hún: Ég heiti ekki Solla, ég heiti Emil.“ Gucci og karókí Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og vinkona Sólveigar Önnu, lýsir vinkonu sinni sem afar skemmti- legri og réttsýnni. Hún segir það geta komið mörgum á óvart að hún sé í saumaklúbbi sem heiti Gucci. „Hann saumar þó hvorki né gengur í Gucci-merkjavöru enda er nafnið borið fram „Cookie“. Þetta er hópur fimmtán kvenna sem hefur fylgst að síðan á unglingsárunum og brallað ýmsar vitleysur sem fæstar þola dagsljósið,“ segir Sigrún. „Það má segja að Solla hafi alið okkur allar upp í ákveðinni rétt- lætishugsun, hún var alltaf að pæla og taka afstöðu í alls konar mann- réttindamálum, pólitík og prins- ippum sem gátu varla verið fjær okkar unglingaheila. Solla ákvað til dæmis að fermast ekki og fannst Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 22 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 28. jAnúAR 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.