Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 8

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 8
Fyrsta minningin, sem ég drep á, er frá kvöldstund í gistihúsherbergi í Niðarósi, en þar var svo gestkvæmt, að ég gat aðeins fengið inni með því að sætta mig við að vera með öðrum í herbergi, og hætti ég á að taka því boði. Herbergisfélaginn reyndist vera iðnaðarmaður í atvinnu- leit, nokkuð þreytu- og mæðulegur á svip, vinsamlegur, allræðinn, en ég víst fremur fámáll, enn óvanur talmálinu. Ég svaraði þó nokkrum spurningum hans um mig og mína hagi, og ég man, að ég furðaði mig á áhuga hans, jafn þreyttur og mæddur og hann virtist vera, en svefn- þörf hans fór fljótt að segja til sín, og ég hélt að hann væri sofnaður, er hann allt í einu bylti sér og sagði eins og við sjálfan sig: Ak ja, bare man lever. Einhvem veginn var það svo að öll tilhlökkun um það, sem fram- undan var, varð að þoka í bili fyrir umhugsuninni um það, sem þessi maður hafði reynt og varð að horfast í augu við, um það hvernig hann sagði þetta og um allt, sem í orðum hans fólst, en svo sofnaði ég vitan- lega út frá þessum hugleiðingum, og nýr dagur rann og tilhlökkunin vaknaði aftur með komu hans. Ég var ungur og orð verkamannsins voru 'mér lengi gleymd, en minningunni um hann og þau áttu eftir að skjóta upp kollinum í huga mér margsinnis, síðar í lífinu. Fyrsta verkið á stórbýlinu var grjóttínsla úr akri í útjaðri skógarins. í nýruddum akrinum var steinn við steinn, en „margar hendur vinna létt verk“ — óðalsbóndinn var þar sjálfur og flest barnanna, en þau voru þrettán talsins, jafnvel yngsta telpan um fjögurra ára var þar, og hin á ýmsum aldri til tvítugs eða vel það, og svo voru krakkar og unglingar frá smábýlunum sem voru innan marka óðalsjarðarinnar. Grjóthrúgurnar stækkuðu óðum, enda kappsamlega tínt. Ég man, að ég var að drepast í mjóhryggnum, nýstaðinn upp af skólabekk, rétti úr mér og studdi hendi að baki sem snöggvast. „Notaðu báðar hendurnar, drengur, þá vinnst það fljótara" sagði óðalsbóndinn við hlið mér, maður allhár vexti, grannur, augun hvöss sem arnarins, alvara og seigla í svipnum, en lundin hörð. Ég hugði framan af, en reyndi síðar og sá, að undir harðri skel sló hlýtt og göfugt hjarta. Það var alltaf vel unnið, enginn dró af sér. En þetta voru sólskins- dagar. Sumarkvöldin voru fögur og skammt var til strandar, bjálkahús smábændanna á báðar hendur, vel hirtir smáakrar og garðar, skógurinn alls staðar nálægur. í fjörunni var klettur mikill, eins og skilinn eftir þarna til hagræðis, er í sjó var farið, því að það voru óskráð lög, að stúlkurnar og telpurnar hefðu sína spildu öðrum megin klettsins, piltam- ir og drengirnir hinum megin, í skikkanlegri fjarlægð, því að engir voru sundbolimir. En haldi einhver, að hér hafi verið eitthvað í líkingu við nútíma nektarnýlendu, er það mikill misskilningur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.