Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 55

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 55
Ég talaði þar næst við Webb Miller sem forstöðumaður FB og bað hann fyrir eftirfarandi orðsendingu: Islendingar hafa beðið talsambands þessa, sem í dag var opnað milli Islands og Englands og íslands og Norðurlanda, með eftir- væntingu og góðum vonum. Með vaxandi viðskiptum við aðrar þjóðir hefur öllum, er þessi mál varða mestu, orðið ljós nauðsynin á að hafa við höndina hin fullkomnustu tæki nútímans, til þess að geta haft fljótvirkt samband við aðrar þjóðir. Við erum sann- færðir um, að hið nýja talsamband muni koma verzlun og við- skiptum landsins og allri þjóðinni að gagni. Leyfið mér að biðja United Press að koma áleiðis kveðju íslenzkra blaðamanna til allra, sem hin víðtækustu fréttasambönd yðar ná; en einkum kveðju þeirra þriggja blaða, sem um mörg ár hafa fengið frétt.ir United Press, dagblaðanna Vísis og Morgunblaðsins, sem eru málögn Sjálfstæðisflokksins, og Alþýðublaðsins, sem er aðalmálgagn Al- þýðuflokks Islands. Berið enn fram sérstaka kveðju frá mér til allra starfsmanna United Press með þökk fyrir góða samvinnu og velvilja um mörg undanfarin ár. Webb Miller lét þá ósk í ljós, að talsambandið mætti koma ís- landi að miklum notum og kvaðstfúslega mundu koma áleiðis kveðju íslenzku blaðanna. „Undir eins og þessu viðtali er lokið“, sagði hann, „mun ég síma kveðjuna til þeirra nálega 1400 sam- banda, er vér höfum í nálega öllum löndum heims og minnast sér- staklega þeirra þriggja dagblaða, sem fá fréttir vorar. Fyrsta talsambandsfréttin. Að svo búnu, þetta var klukkan liðlega eitt, kvaðst Mr. Miller vilja láta FB fá fyrstu talsambandsfréttina, sem hafði verið frá Englandi til Islands. — Hún var þess efnis, að nýkomnar fregnir frá Genf hermdu, að Bretar og Frakkar væru að ganga frá sam- komulagstillögum, er von væri um, að bæði Italía og Abessiníu- menn féllist á, og menn gerðu sér þó nokkrar vonir um, að mundi leiða til þess að sættir tækist og ófriði yrði afstýrt o. s. frv. NRP-skeytin. Eins og í upphafi var getið, miðlaði FB einnig NRP-fréttum. Hér var um að ræða f 1 éttayfirlit á norsku frá norsku fréttastof- 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.