Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 51
tilkomu útvarps, — útvarpið myndi blátt áfram taka við því hlut-
verki blaðanna, að afla frétta og dreifa þeim. Verður nánara að
þessu vikið og starfsemi FB í framhaldsgrein.
II.
(2./3. 1963).
Á þeim tíma, er Fréttastofa blaðanna starfaði, gerðist tvennt,
sem verður til þess, að hún getur látið blöðunum í té miklu meiri
og fjölbreyttari fréttir erlendis frá en áður, — samið er við frétta-
stofu í Lundúnum um fréttasendingar og FB hefur einnig miðlun
norskra frétta. Aðalheimildir um það, sem gerist í umheiminum,
eru ekki lengur sóttar í dönsk blöð, heldur koma slíkar fréttir
nú frá Lundúnaborg, mestu fréttamiðstöð heims. Fréttasambandið
við Norðurlönd leggst þó að sjálfsögðu ekki niður, því að frá Kaup-
niannahöfn eru áfram símaðar Norðurlandafréttir, og meira en
áður kemur af slíkum fréttum, því að í NRP-fréttunum, eða norsku
radiopressunni var ekki sízt getið þess, sem gerðist á Norðurlönd-
um, einkum Noregi.
Samið við United Press.
Fyrstu árin sem FB starfaði, kemst ísland í nánara samband
við umheiminn, vegna þess að athyglin hefur beinst að landinu æ
nieira sem viðkomustað í flugi úthafa rnilli. Á fyrsta starfsári FB
(1924) er flogið til íslands í fyrsta sinn (2. ágúst). Vísa ég þar
um til greinar minnar í Blaðamannabókinni 1946 um „fyrsta
hnattflugið“. Locatelli, ítalski flugmaðurinn kom þá einnig, síðar
fleiri. Vegna þesara flugferða 1924 og næstu ár á eftir og Alþingis-
hátíðarinnar 1930 leggja erlendir fréttaritarar leið sína hingað í
tugatali og íslenzkir blaðamenn fá því mörg tækifæri til kynna
við þessa menn, sem um margt vildu fræðast. Mjög kom það
oft í ljós, að við hinir íslenzku stéttarbræður þeirra, höfðum ekki
tök á að láta þeim fullnægjandi upplýsingar í té um það, sem var
að gerast úti í heimi á meðan þeir dvöldust hér á landi vegna þess
uf hve skornum skammti það var, sem við fengum af fréttum er-
lendis frá, og auk þess voru fréttirnar ekki nýjar af nálinni, þar
sem þær voru teknar upp úr blöðum í Kaupmannahöfn. — Við Bald-
ur heitinn Sveinsson, þá aðstoðarritstjóri Vísis, ræddum iðulega
45