Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 10

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 10
karlmannsverk, sem ekki var áhættulaust, en húsmóðir hans tók af skarið með þessum orðum: — Það má ekki œtlast til of mikils af óhörðnuðum unglingum. Bónda fannst allólíku saman að jafna og sagði svo: — Hann á eftir að harðna. Það hafði ekki farið fram hjá mér, að frá upphafi stutts samtals okkar var hann óvanalega mildur á svip, jafnvel brosleitur. Þá skildist mér fyrst, að skelin var ekki eins hörð og ég hafði haldið í fyrstu, og hver mundi hafa vitað það betur en hans góða og glaðlynda kona? En lítt grunaði mig þá, að ég ætti eftir að sjá þennan höfðingsmann reiðari en ég hafði nokkurn mann séð fyrr. Það var á sunnudegi og við höfðum sezt að matborði í stóru stofunni, sem náði hliðarveggja milli í húsi, sem herragarði hæfði. Þarna voru öll börnin, þeirra meðal gift dóttir, maður hennar og barn þeirra, og dóttir, yngri, heitbundin, nýkomin heim frá Kristjaníu, en svo hét Osló þá, og unnusti hennar var þarna líka, lautinant í hernum. Allir voru glaðir á góðum degi, en er menn höfðu neytt kjötréttar, veitti ég því allt í einu athygli, að dauðakyrrð hafði dottið á, það var sem enginn þyrði að mæla, en bóndi renndi sínum arnhvössu augurn frá einum til annars. Mér duldist ekki, að hann var ofsareiður, en gat ekki rennt grun í, hvað valdið gat reiðinni, — og svo hóf hann reiðilesturinn, talaði af alvörujrunga og napurri hæðni um borgarsiðina, sem væru að teygja anga sína út um sveilirnar. Og tilefnið var þá það, að í ljós kom við borðhaldið, að menn höfðu skilið eftir á diskunum, og kallaði bóndi það með fyrirlitningu „en larvskik fra byane“ — og vita mættu þau, að oft hefðu þeir, sem á undan voru gengnir og rutt höfðu braut- ina fyrir þau, gengið svangir til svefns, og svo sem til frekari áherzlu tók hann disk sinn og sleikti og fór sér hægt. Dóttirin heitbundna leit undan og enginn mælti orð og svo var matast áfram — í þögn. Ég man hve mikla önn ég þoldi fyrir J)au, einkum konuna og dætur hennar, sem tóku þetta greinilega nærri sér eins og skiljanlegt var, og ekki var á þetta minnst síðar, nema að stúlkan, sú heitbundna, sem verið hafði í Kristjaníu, minntist á þetta við mig síðar, og sagði: — Fannst þér pabbi ekki hræðilegur? Minningunni um þetta atvik hefir skotið upp stundum, og ég hef þá reynt að skilja framkomu míns gamla húsbónda. Ég kynntist honum betur næstu vikurnar og öllu hans fólki, og honum og konu hans frá nýrri hlið, er þau tóku mig með sér til Kristjaníu, en þá um sumarið var J)ar mikil sýning haldin. I-fún hófst 17. maí, til minningar um Eiðsvallarfundinn 1814. Höfðu þau mig undir vendarvæng sínum í Jressari ferð og gistum við á heimili Stórþingsmanns í Osló og sátum þar 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.