Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 22
Halldór var þéttari um herðar og sterklegri en aðrir nrenn, sem
ég hefi þekkt, að undanteknum Jóhannesi Jósefssyni gfímukappa,
en fjörið og snerpan þó meiri en kraftarnir. Og ekki fór Halldór
dult með það, að síra Björn frændi hans hefði verið allmiklu
sterkari, en þeir reyndu oft með sér. En þess er að geta, að síra
Björn var saman rekinn kraftamaður og að sögn með handsterkustu
mönnum.
Áður en ég vík nánara að kynnum mínum af Halldóri sem
drengur og nemandi, vil ég endurtaka eftirfarandi, sem ég hefi
áður sagt í lengra máli:
Þegar breytingin verður (sbr. það, sem áður var sagt), kemur
Halldór að skólanum fullur brennandi áhuga, nýbúinn að afla
sér menntunar í Landbúnaðarháskóla Danmerkur, og að kynnast
dönskum bændum og búnaðarháttum. Haifdór sá glöggt hvað af
hinu marga, er hann kynnti sér erlendis, gat orðið hér til nokkurrar
fyrirmyndar, en framar öðru fann hann sárt til þarfarinnar, að vekja
hina upprennandi bændur landsins til dáða og athafna. Gamlar,
úreltar vinnuaðferðir, allt sleifarlag og deyfð var eitur í hans
beinum. Hann vildi nota véla- og liestaflið, þar sem því yrði við
komið, og það var ekki minnst vert um forgöngu hans á því sviði.
Kynbótatilraunir hans á nautgripastofninum báru góðan árangur.
Mjólkurafurðir Hvanneyrarbúsins urðu eftirsótt vara. Hann hófst
handa um ræktun fóðurrófna. Baráttu hans fyrir votheysverkun
verður lengi minnzt.
Menntun hans og reynzlu undir skólastjórastarfið hefi ég minnzt
á, en hann hafði marga aðra góða kosti til að bera sem skólamaður
og leiðtogi. Hann var þróttmikill og framsækinn, hress í lundu,
bjartsýnn, hvetjandi, — það sópaði jafnan að honum, ungir menn
hændust að honum og dáðu hann, hann var drengskaparmaður, en
ómyrkur í máli um það, sem honum þótti miður fara. Stöku
mönnum sárnaði vi ðhann, en nær ávallt greri fljótt um heilt.
Allir virtu hann. Flestum þótti vænt um hann.
Hann var skýr og skemmtilegur kennari og framúrskarandi
búhöldur. Svo mikið orð fór fljótt af honum, að menn fóru
þegar að streyma í skólann úr öllum sýslum landsins. Aðsókn
og áliti hélt skólinn alla tíð Halldórs sem skólastjóra, þótt aðeins
drægi úr aðsókn í bili (vegna aðstreymis að héraðsskólunum, er
þeir komu til sögunnar), en hún jókst fljótt aftur. Halldór valdi
16