Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 26
og heiir aftur og minnist ég þess ekki, að neinn hafi haft á orði,
að ég hafi verið óeðlilega lengi í ferðinni. Og ekki sagði ég þá alla
söguna, Halldóri né öðrum, en stundum hefi ég sagt hana í kunn-
ingja hópi — á efri árum. — Þetta var sú minningin, er Halldór
var mjög í huga mér, en hvergi nærri sjálfur.
En ég á margar minningar aðrar um Halldór skólastjóra frá
sumrunum áður en ég fór í skólann. Hann hafði auga á hverjum
fingri, hvetjandi, leiðbeinandi, einnig okkur strákunum ,kúskunum.
Af honum lærði ég og skildi, hvert yndi það getur verið að fara með
vagn- og sláttuvélarhesta. Öllu heyi var ekið heim á fjórhjóla
vögnum, með tveimur hestum fyrir. Einhverjar rnínar bezu stundir
voru, er ég hafði Bleikana tvo fyrir vagni eða sláttuvél, Borgar-Bleik
og Dalakoll. Hinn fyrrnefndi vav fullþungur fyrir Dalakoll litla,
sem er einhver aðdáunarverðasta skepna, sem ég hefi haft kynni
af. Hann var fagurlega byggður, fremur smár, léttstígur og tilfinn-
inganæmur, en sterkur vel, og ávallt í réttri samstillingu við þann
er á vél eða vagni sat, og félagann hinum megin við slána.
Ég minnist atviks frá fyrsta sumri mínu á Hvanneyri. Það var
snemma morguns og ég var að bíða fyrirmæla, og það var sem
skólastjóri væri í miklum vafa um eitt eða annað og þungt í hug,
en svo var allt í einu sem birti yfir honum, hann leit á mig, og
sagði svo með sannfæringarákefð:
— Manni heppnast allt, Axel minn, sé maður bara nógu helvíti
duglegur.
Ég hefi oft rifjað þetta upp fyrir mér, því að í orðum hans var
hvatning, sem gott var að muna, er á móti blés. Og þá hefir mér
fundizt ég sjá hann fyrir hugskotssjónum mínum, sjá hann og
heyra, eins og á þessari stund, undir smiðjuveggnum forðum daga.
Jafnvel minningin um slíkan mann sem Halldór Vilhjálmsson er
styrkur og hvatning til þess að duga í lífsbaráttunni hvernig sem
allt velkist.
20