Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 26

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 26
og heiir aftur og minnist ég þess ekki, að neinn hafi haft á orði, að ég hafi verið óeðlilega lengi í ferðinni. Og ekki sagði ég þá alla söguna, Halldóri né öðrum, en stundum hefi ég sagt hana í kunn- ingja hópi — á efri árum. — Þetta var sú minningin, er Halldór var mjög í huga mér, en hvergi nærri sjálfur. En ég á margar minningar aðrar um Halldór skólastjóra frá sumrunum áður en ég fór í skólann. Hann hafði auga á hverjum fingri, hvetjandi, leiðbeinandi, einnig okkur strákunum ,kúskunum. Af honum lærði ég og skildi, hvert yndi það getur verið að fara með vagn- og sláttuvélarhesta. Öllu heyi var ekið heim á fjórhjóla vögnum, með tveimur hestum fyrir. Einhverjar rnínar bezu stundir voru, er ég hafði Bleikana tvo fyrir vagni eða sláttuvél, Borgar-Bleik og Dalakoll. Hinn fyrrnefndi vav fullþungur fyrir Dalakoll litla, sem er einhver aðdáunarverðasta skepna, sem ég hefi haft kynni af. Hann var fagurlega byggður, fremur smár, léttstígur og tilfinn- inganæmur, en sterkur vel, og ávallt í réttri samstillingu við þann er á vél eða vagni sat, og félagann hinum megin við slána. Ég minnist atviks frá fyrsta sumri mínu á Hvanneyri. Það var snemma morguns og ég var að bíða fyrirmæla, og það var sem skólastjóri væri í miklum vafa um eitt eða annað og þungt í hug, en svo var allt í einu sem birti yfir honum, hann leit á mig, og sagði svo með sannfæringarákefð: — Manni heppnast allt, Axel minn, sé maður bara nógu helvíti duglegur. Ég hefi oft rifjað þetta upp fyrir mér, því að í orðum hans var hvatning, sem gott var að muna, er á móti blés. Og þá hefir mér fundizt ég sjá hann fyrir hugskotssjónum mínum, sjá hann og heyra, eins og á þessari stund, undir smiðjuveggnum forðum daga. Jafnvel minningin um slíkan mann sem Halldór Vilhjálmsson er styrkur og hvatning til þess að duga í lífsbaráttunni hvernig sem allt velkist. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.