Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 18
OGLEYMANLEGUR MAÐUR
(Úrval 1963).
Ég var níu ára, þegar ég fór í sveit í fyrsta sinn að Gufá í Borgar-
hreppi, Alýrasýslu. Dóttir hjónanna þar, Guðfríður Jóhannesdóttir,
síðar ljósmóðir og húsfreyja að Litlu-Brekku, var veturinn áður á
heimili foreldra minna. Ég var víst snemma spurull um sveitalífið,
og nú varð það hlutskipti Guðfríðar, að taka við af móður minni
og öðrum, að svala forvitni drenghnokkans. Ég orðlengi ekki um
þennan aðdraganda eigin kynna af sveitalífinu frekara, en um vor-
ið, þegar Guðfríður fór heim, fór ég með henni. Og á Gufá var ég
alls fjögur sumur. Og ég minnist þess með þakklátum huga hve
gott það var, að vera barn á Mýrum vestur og geta treyst öllum,
og því oftar hef ég hugsað á þá leið sem lengur leið á ævina.
Eigi verður þessi saga sögð hér frekara, en ég get þessa af því, að
þessi fjögur sumur urðu eins konar forleikur að næsta æviþætti —
Hvanneyrarþættinum. Ástin til sveitanna festi rætur sumurin á
Gufá. Þar er fagurt og sér vítt yfir frá hæstu klettaborgum. Þaðan
blasti við fjallahringurinn, allt frá Snæfellsjökli, „yzta verði við
unnir blár.“ Þaðan gat að líta vesturfjöllin, Fagraskógarfjall og
Múlana, Baulu, Eiríksjökul og hinar „glæju fjallabungur" Lang-
jökuls, Skarðsheiði og Skessuhorn, Hafnarfjall og Akrafjall — og þá
aðeins talið það, sem minnistæðas er — og það sá langt út á f jörðinn,
að ógleymdu héraðinu sjálfu, með sínum „þekku bændabýlum."
Heyrt hafði ég um Skallagrím og Egil og kom að Borg þegar fyrsta
sumarið á Gufá, en af Jóhannesi bónda fræddist ég fyrst um Hvann-
eyri, og að þar bjó fyrstur manna Grímur hinn háleyski — og einnig,
að bærinn á Gufá stæði bar sem til forna voru Rauðu-Bjarnar-staðir.
Og fyrr en varði voru þessi sumur að Gufá að baki. Hið síðasta
12