Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 9
Kirkjuferð er mér minnisstæð. Jörpum lresti af Guðbrandsdalskyni
var beitt fyrir vagn óðalsbóndans. Tveir synir bónda, komnir undir
tvítugt eins og ég, átu fullt í fangi með að hemja þann jarpa, er hann
var settur fyrir vagninn. Fjörið leiftraði í tinnudökkum augunum,
hver taug titraði, liver vöðvi var þaninn, eins og væri hann veðhlaupa-
hestur í upphali keppni, en hann stilltist þegar, er hann fann taumana
komna í hendur ekilsins, óðalsbóndans. Við hlið hans sat kona hans,
ávalh jafn glaðlynd og kát, en hann alvörugefinn, stundum þungbúinn,
nú hátíðlegur á svip. Einn sonanna sat mér við hlið, en gegnt okkur
tvær telpnanna með sálmabækurnar sínar í höndunum.
Ekið var eftir þjóðvegi lengst af, þar sem furuskógur hávaxinn var
á báðar liendur. Svo hratt brokkaði sá jarpi, að mér fannst að við færum
sem fugl flygi, og hraðinn ávallt jafn, og jafnlétt brokkaði hann alla
leiðina, 30 kílometra vegalengd eða vel það. Og brokkhljóðið berg-
málaði um allan skóginn og lét vel í eyrum og sameinaðist bergmáli
klukknahljómsins, er komið var í námunda við kirkjustað. Þar var
vagn við vagn og margt af kirkjufólkinu í þjé)ðbúningum. í kirkjunni
tóku allir þátt í sálmasöngnum og það ómaði af honum lengi á eftir
og mér fannst ómurinn af honum og klukknahringunni hafa sam-
einast brokkhljóðinu á leiðinni heim og vera helgi yfir því.
Eg minnist líka guðsþjónustu og hátíðarsamkomu á Stiklastöðum.
Þar talaði Lars Eskeland, líklega mesti mælskumaður Noregs, eftir daga
Björnstjerne Björnson, — hann talaði á landsmáli og mér fannst það
fagurt í hans munni, og það var sungið á landsmáli, Gud signe Norigs
land, eftir Arne Garborg, ogDei stod paa Stiklastad fylka til strid, den
gamla og so den nya tid, eftir Per Sivle.
Skömmu eftir kornu mína fór einn sonanna, sextán-seytján ára
piltur til sumardvalar á óðali suður í Guðbrandsdal. Kvöld var, og
ég var eitthvað að rangla úti í skógi skammt frá bænum og heyrði allt
í einu blístrað og nam staðar. Pilturinn, sem að heiman fór, var kominn,
og sagði hann mér alla söguna. Hann undi ekki vistinni fyrir heimþrá
— og strauk heim. Hann kom með næturlest til Steinkjær og hafði svo
falist í skóginum, því að hann óttaðist reiði föður síns. Og nú bað liann
mig að fara á fund móður sinnar.
Það erindi rak ég fúslega, því að löng kynni þurfti ekki til að sjá,
að hún var ein þeirra kvenna, sem allt mildaði, og jafn augljóst var,
að bóndi hennar virti hana og dáði.
Pilturinn fór til vinnu sinnar að morgni. Undir liádegi um daginn
gekk faðir hans til mín og sagði eitthvað á þá leið, að mér mundi víst
hafa fundist sonurinn kjarklítill.
Mér datt ekki annað í hug til svars en að segja frá atviki sem ég
hafði verið vitni að, er unglingi á íslenzku heimili var skipað að vinna
3