Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 38

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 38
heyrt nefnda á nafn þá, sem drengilegast börðust fyrir því, að þjóðin eignaðist sinn eigin fána, þótt þeir yrðu að sætta sig við þau vonbrigði, að þjóðfáninn yrði af armarri gerð en sá var, sem þeir höfðu barist fyrir. Vonandi verður uppfræðsla í þessum efn- um, svo sem vera ber í skólum landsins á komandi tímum. Lestur áðurnefndrar blaðagreinar varð til þess, að ýmsar gaml- ar minningar vöknuðu í huga mínum frá þeim tíma, er Reykja- vík var lítill bær, þar sem danskir fánar blöktu við hún, þegar flaggað var, sem var ærið oft. Aðra fána gat þó að líta og eru mér minnisstæðastir frá fyrstu bernskuárunum franski fáninn hjá Zimsen, er var ræðismaður Frakka, og fáni Hjálpræðishersins, en þetta var laust eftir aldamótin og bernskuheimili mitt var við Austurvöll, í grennd við Frönsku húsin, sem voru norðan vallar- ins, í grennd einnig við Herkastalann gamla. Og svo var líka blár og hvítur fáni sömu gerðar og Þorbjörg Sveinsdóttir saumaði, á annarri af tveimur stöngum í garðinum okkar. Ég minnist smáatviks frá þesum árum. Ég var að vappa kring- um móður mína í eldhúsi, en þar sat á stól við eldhúsborðið vatns- berinn okkar, Jóu að nafni, oft kallaður hringjari, kátur karl, einkum ef hann var ofurlítið hýr, sem gat komið fyrir. Hann var nýbúinn að fylla vatnstunnuna frammi í skúr, en vatnið var sótt í póstinn við Aðalstræti, og handvagn með tunnu á notaður til flutninganna. Og nú var þessu lokið í þetta skiptið og Jón beið eftir kaffinu. — Af hverju er flaggað í dag, Jón? spurði móðir mín, þegar hún hellti í bollann hans. — O, það er nú enginn annar en kóngurinn, sem á gebúrtsdag í dag, sagði Jón dálítið drjúgur. Gamla Reykjavík hafði sem sé sett upp Dannebrogshattinn þennan dag. „Hún bar nokkuð drembin sinn Dannebrogshatt og dálítinn umskiptingskeim . . .“ segir í kvæði Þorsteins um Jörund hundadagakóng, og svipurinn þennan dag var sennilega ekki ýkja mikið breyttur. Á þessum tíma er þjóðin farin að finna æ betur nýjan þrótt í æðum. Það má vafalaust rekja langt aftur í tímann og þakka baráttu Eggerts 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.