Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 12
saga baráttu, átaka, valdagræðgi, kúgunar og Mammonsdýrkunar. Og á
ekki enn í dag við að mestu lýsing hins mikla danska skálds Holgers
Drachmanns, sem fæddist 1846 og lézt 1908:
En kringum oss gnæfa kirkjur
og krær og bankar og þing
og auður og ógnar kynstur
af örbirgð og svívirðing.
Þessi lýsing átti ekki síður við tímabilið milli heimsstyrjaldanna en
tíma Drachmanns og fyrri tíma. Enn átti — í hinni síðari heimsstyrjöld,
að sigra heiminn með valdi vopnanna, og í kjölfar allra þeirra ógna
rennur upp tími, sem við vitum ekki enn hvort verður aðeins hlé milli
heimsstyrjalda eins og hitt, en meðal þess, sem einkennir tímann eftir
heimsstyrjöldina síðari er sívaxandi virðingarleysi fyrir því, sem gamalt
er og gott og vert að halda í, gerbreytt viðhorf mikils fjölda manna í
löndunum, tilgangsleysi og uppgjöf í lífsbaráttu, og þetta gerist með
sídvínandi örbirgð og stvaxandi velgengni í hinum vestræna heimi. Jafn-
vel fyrir heimsstyrjöldina síðari var fluttur boðskapurinn Farið heilar
fornu dygðir, þær máttu fara, þær voru búnar að slíta sér til húðar, þær
gátu „pukrast hljóðlega burt,“ því að þeirra var ekki þörf lengur. Og
hvað kemur í ljós eftir síðari heimsstyrjöld, á þeim tíma, sem við
lifum á Einhver grimmilegasta styrjöld, sem sögur fara af, er háð í
landi smáþjóðar og í stað vandamála fátæktar og örbirgðar, sem áður
var við að glíma einnig í menningarlöndunum, eru komin vandamál
velgengninnar í ótal myndum, oft átakanlega, og augljóslega svo erfið
viðfangs, að engu er líkara en að þeir, sem ættu að hafa forustuna til
varnar fái enga rönd við reist, eða sljóleiki og sinnuleysi ríki þar sem
síst skyldi.
Þessu til sönnunar væri auðvelt að bregða upp ótal myndum frá
nágrannalöndunum og fleiri löndum, en margir munu ekki gera sér
nægilega ljóst hver gerbreyting hefur orðið á hugsunarhætti hinnar
upprennandi kynslóðar og hver vá er víða fyrir clyrum. Það liggur við,
að manni finnist stundum, að við hverju sem er megi búast, en ég verð
að játa, að það kom mér óvænt, er ég las grein í einu útbreiddasta
blaði Danmerkur, að eftir einn áratug yrði ekki borin virðing fyrir neinu.
Og ekki eru nema nokkrar vikur síðan er merkur brezkur gagnrýnandi
sagði í blaðaviðtali: Velsœmi er fégráðugum kvikmyndaframleiðendum
óþekkt dyggð og með sama áframhaldi verða svið leikhúsanna vettvangur
siðleysisins.
Á Gestapo- eða nazismatímanum í Þýzkalandi var fólki hent í gas-
klefa til útrýmingar. Nú á tímum ræða sumir visindamenn um liknar-
dauða sem eitt ráðið til úrlaustnar vegna offjölgunarvandamálsins.
6