Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 29
fagurt. Slíkir menn mega ekki gleymast né aðrir beztu synir
þjóðarinnar sem gengnir eru, og um þá, sem mikill styrr stóð, vil
ég segja fyrir mitt leyti: Þjóðin á að muna þá eins og þeir voru
mestir og beztir.
Það var ekki nema steinssnar til húss Bjarnar Jónssonar rit-
stjóra, sem enn stendur, milli Vallarstrætis og Austurstrætis.
Skrifstofa hans var á neðri hæð hússins sunnan megin og fyrstu
minningarnar um hann eru frá sama tíma (kringum aldamótin).
Austurvöllur var þá leikvöllur okkar barnanna og ég man, að
mér varð snemma tíðlitið á skrifstofugluggana, er kempan gekk
þar um gólf fram og aftur og settist svo alla jafna eftir nokkra
hríð við skrifborð sitt og tók til við skriftirnar, en enga hugmynd
hafði ég um það þá, að þetta var maðurinn, sem hafði að vopni
„skarpasta penna“ sinnar tíðar, en myndirnar af mikilmenninu
sem voru eins og skuggar, er brá fyrir, þegar inn um gluggana
var litið, skýrðust fljótt, er ég var læs orðinn, og var það við-
burður hvert sinn, er blöð orðsins snillinga eins og Bjarnar Jóns-
sonar og síðar Þórhalls Bjarnarsonar lektors og síðar biskups,
komu út (Isafold og Nýtt kirkjublað). Margar eru stundirnar
minnisstæðar um Björn, og nefni ég sem dæmi, er hann þakkaði
fyrir „hina virðulegu sunnudagsheimsókn“ af svölum forsætis-
ráðherrabústaðarins, einnig er hann flutti varnaræðu sína á þingi
(vantraustið), og seinast en ekki síst snjallrar ræðu hans af svöl-
um Hótel Reykjavíkur, Austurvallar-megin, fyrir minni íslands,
en hann hóf hana með því að hafa yfir þetta erindi Gríms:
Hún er fögur
með fanna kögur
um f jalla brún,
hamra, gjögur,
holt og tún;
um nes og ögur
óð og sögur
og aldna rún,
göfug geymir hún.
Júnígolan lék um silfurhvítt hárið. Magni þrungin röddin, ávallt
sérkennileg og fögur, nú hlý og án nepju, greypti erindið í hug-
ann, svo það gleymdist aldrei.
23