Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 52

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 52
um það, allt frá fyrstu kynnum eftir heimkomu mína frá Ameríku 1923, að hér þyrfti að breyta, og oft síðar, er sérstakt tilefni gafst til, í sambandi við veru hinna erlendu stéttarbræðra. Það var þó ekki meginatriði að geta miðlað þeim fréttum, heldur hitt, að blöðin gætu látið lesendum sínum og þar með öllum almenningi í té betri þjónustu, og auk þess vorum við sammála um, að það væri mikið metnaðarmál, að brjóta af sér þær viðjar, sem gamall hugsunarháttur og venjur höfðu lagt svo margt í — að sækja sem mest til Dana. Lengi vel héldum við þó að okkur höndunum, töldum fréttasam- band við Lundúni myndi verða f járhag FB ofviða. Þegar Baldur varð fréttaritari United Press hér á landi komst hann í nánari kynni við ýmsa ráðamenn þeirrar fréttastofnunar, og loks létum við til skarar skríða og skiptum með okkur verkum þannig, að Baldur þreifaði fyrir sér hjá United Press, en ég hjá ritstjórum hinna blaðanna um að ráðast í breytinguna, ef aðgengi- legt tilboð fengist. Ég vil nú taka það fram, að er ég rak þetta allítarlega nú, er það vegna þess, að ég tel það marka tímamót í sögu blaðanna, er slík breyting sem þessi kemst á, og að það er þeirra eigin frétta- stofa, sem semur um þetta. Og vel má því á loft halda, hve mikinn og góðan hlut Baldur heitinn átti að þessu máli. Bæði var hann frumkvöðull breytingarinnar og honum mest að þakka, að svo gott tilboð fékkst, að það var fjárhag FB ekki ofviða. Frá breytingunni var sagt í Vísi 2. janúar 1930 í svohljóðandi f rétt: Nýtt fréttasamband. Fréttastofa blaðamannafélagsins semur um skeytasendingar við United Press. Utlend símskeyti, sem fréttastofa Blaðamannafélagsins hefur fengið, hafa frá upphafi komið frá Kaupmannahöfn. Hefur Frétta- stofan haft þar íslenzkan fréttaritara til þess að annast skeyta- sendingar, og hefur vitanlega verið hjáverkastarf og mjög illa launað. Oft hefur verið talað um að breyta þessu fyrirkomulagi og fá skeytin frá einhverri fréttastofu, og nú er svo komið, að Fréttastofan hefur gert samning um skeytasendingar við United Press frá 1. janúar og gildir hann árlangt. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.