Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 5
Það er ástœðulítið að fjölyrða um útgáfu ]>essa heftis af Rökkri.
Til þess liggja alveg sérstakar ástæður, að ég gef það út. Ég fékk
sérprentuð 1000 eintök af útvarpserindi mÁnu, „Margt dylst í hrað-
anum“, er það hafði verið birt í Eimreiðinni, en raunar óráðinn í,
hvernig ég gœti notað sérprentunina til þess að vekja frekari at-
hygli á þvt, sem þar er um fjallað. Ég tók loks ákvörðun um að
bœta við tveimur öðrum útvarpserindum, og greinum um FB, sem
á sínum tíma komu í Vísi, en þœr taldi ég nokkra ástæðu til að
birta í tilefni 75 ára afmœlis Blaðamannafélags Islands á nýliðnu
ári. — Ég hef enga áætlun gert um að gefa út fleiri hefti af
Rökkri, þótt segja megi, að með því að setja. „Nýr flokkur 1“ á
titilblað heftisins, sé opnuð til þess leið síðar, endist mér líf og
heilsa.
AXEL THORSTEINSON