Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 5

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Page 5
Það er ástœðulítið að fjölyrða um útgáfu ]>essa heftis af Rökkri. Til þess liggja alveg sérstakar ástæður, að ég gef það út. Ég fékk sérprentuð 1000 eintök af útvarpserindi mÁnu, „Margt dylst í hrað- anum“, er það hafði verið birt í Eimreiðinni, en raunar óráðinn í, hvernig ég gœti notað sérprentunina til þess að vekja frekari at- hygli á þvt, sem þar er um fjallað. Ég tók loks ákvörðun um að bœta við tveimur öðrum útvarpserindum, og greinum um FB, sem á sínum tíma komu í Vísi, en þœr taldi ég nokkra ástæðu til að birta í tilefni 75 ára afmœlis Blaðamannafélags Islands á nýliðnu ári. — Ég hef enga áætlun gert um að gefa út fleiri hefti af Rökkri, þótt segja megi, að með því að setja. „Nýr flokkur 1“ á titilblað heftisins, sé opnuð til þess leið síðar, endist mér líf og heilsa. AXEL THORSTEINSON

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.