Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 49

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 49
Greinargerð. En hvernig var nú starfseminni háttað á þessum tíma? Ég held, að menn fái um það allgóða hugmynd af áður umgetinni tilkynn- ingu Skúla og greinargerð um þetta frá mér, sem birt var eftir að ég hafði verið forstöðumaður FB nokkra mánuði, en hana birti ég til þess að almenningi yrði kunnari starfsemin, og er greinar- gerðin dagsett 26. júní 1925. Þar segir svo: 1. Fréttastofan heitir fullu nafni Fréttastofa Blaðamannafélags Islands, og er rekin á ábyrgð þeirra blaða, er stofnuðu hana, og þeirra, er síðar tóku þátt í rekstri hennar. Stofnendur hennar voru: Alþýðublaðið, Lögrétta, Morgunblaðið, Tíminn og Vísir. Nú taka vikublöðin Vörður og ísafold einnig þátt í rekstri hennar. Viku- blöðin greiða visst mánaðargjald til Fréttastofunnar,* en dag- blöðin leggja fram fé fyrir skeyti frá öðrum löndum og greiðslu til fréttaritara hennar erlendis, að einum þriðja hvert blað. Blöð- um, sem eigi taka þátt í rekstri hennar, eða eru ekki áskrifendur að fréttum hennar, er ekki heimilt að nota þær fréttir, er hún aflar sér. Forstöðumann ræður stjórn Blaðamannafélags íslands, en meiri hluti ábyrgðarmanna þeirra blaða, er þátt taka í rekstri hennar, verða að samþykkja ráðninguna. Ennfremur Stjórnaráð Islands, ef opinber styrkur er veittur til hennar. 2. Þessi blöð uta.n Reykjavíkur fá skeyti frá FB: Dagur, íslend- ingur, Verkamaðurinn, Vesturland og Hænir. — Lögð hefur verið stund á, að senda þessum blöðum ýtarleg og hlutlaus skeyti um rnerkustu viðburði. Kvartanir yfir þessum skeytum hafa aldrei komið fram. Hvað erlendu skeytunum viðkemur, má geta þess, að allir þátttakendur í rekstri FB hafa áhuga fyrir því, að hún fái ýtarlegri og fjölskrúðugri skeyti. 3. Fréttastofan sendir skeyti til allmargra fréttafélaga um þing- tímann. I vetur voru t. d. send skeyti til þessara fréttafélaga: Eskifjarðar, Norðfjarðar, Fáskrúðsfjarðar og Siglufjarðar. Enn- fremur voru nokkur fréttafélög, sem fengu skeyti FB frá viku- blaðinu Hæni. Áherzla var lögð á að senda fréttafélögunum glöggt yfirlit um helztu þingfréttir. Eins og til blaðanna var lögð áherzla á hlutlaus skeyti. Blöðin og fréttafélögin ráða orðafjölda sjálf. Horfur eru, að fleiri fréttafélög bætist í liópinn, er tímar líða. * Þetta mánaðargjald var 25 kr. og eins mánaðargjald Eimskipafélags Islands og Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda (sbr. lið 4). — A. Th. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.