Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 45
BLAÐAMANNAFÉLAG ÍSLANDS
OG HUGMYNDIN UM STOFNUN
„FRÉTTASTOFUÍSLANDS“
i.
C23./2. 196S).
Eins og ýmsa mun reka minni til samþykkti Blaðamannafélag
Islands (í september 1961), að beita sér fyrir stofnun Fréttastofu
íslands, eftir að málið hafði verið rætt á fundi í félaginu, en þar
hafði Jón Magnússon forstöðumaður Fréttastofu útvarpsins (FÚ)
framsögu og færði ýmis rök fyrir því, að það yrði til léttis blaða-
Btgáfu og mikils sparnaðar, að ein fréttastofa annaðist öflun frétta
fyrir öll blöðin.
I Vísi segir um þetta 4. september 1961: „Enn fremur taldi hann,
að það myndi verða verkefni slíkrar fréttastofu, að dreifa opin-
herum tilkynningum frá ríkisstjórninni og ýmsum opinberum
stofnunum og því líklegt, að ríkisvaldið myndi hlaupa undir bagga
við stofnun fréttastofu“.
Eélagið fól síðan sérstakri nefnd athugun málsins, skilað var
ýtarlegu áliti og tillögum, og málið rætt við útgefendur blaða, en
Þ®r leiddu ekki til frekari aðgerða, og hefur málið legið niðri
um hríð.
Það er að sjálfsögðu undir samstarfi margra aðila komið, að
Unnt verði að starfrækja hér fréttastofu eins og ráðgert var með
tillögunum, en líklegt má þykja, að málið verði tekið upp að nýju
fyrr eða síðar, er byrlegar blæs fyrir stofnun siíks fyrirtækis. Nú
er það augljóst mál, að rekstur slíkrar stofu nú hlýtur að verða
^Jög dýr, eigi hún að geta fullnægt þeim kröfum, sem til hennar
Verða gerðar, en mörgum mun finnast, að það sé ekki vansalaust
aÖ slík stofnun skuli ekki vera til í landinu. Ég vil benda á eitt
atriði, sem hér að lýtur:
39