Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 19

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 19
var 1908, en sumarið þar áður var ég heima, — var þá hestasveinn í konungsferðinni austur. Eg var nú kominn á fermingaraldur og hugur minn var allur í sveitinni. Námsáhugi minn var lítill í bernsku, en Búnaðarritið gamla og Andvari uppáhalds lestrarefni. Móðir mín vissi hug minn allan og það var hennar ráð, að ég reyndi að komast í sumarvinnu að Hvanneyri — og næst þegar Halldór skólastjóri Vilhjálmsson kom í bæinn, lögðum við, móðir mín og ég, leið okkar inn að Rauðará, og höfðum tal af honum. Móðir mín bar upp erindið, og á meðan hún gerði grein fyrir því, horfði Halldór stöðugt á mig, all hvasslega að mér fannst, og ég hafði sannast að segja litlar vonir um það þá stundina, að hann vildi ráða mig, — honum myndi ekki lítast á Reykjavíkur-drenginn. En svo varð ég þess var, að svipbreyting varð á andliti hans, er móðir mín sagði, að hugur minn væri allur í sveitinni og að ég hefði þegar fengið nokkur kynni af sveitalífinu, og sagði honum nánara frá því. — Hefurðu gaman af hestum? spurði Halldór allt í einu. Ég játti því og horfði nú beint í augu hans — það var eins og við þennan mann væri ekki hægt að tala öðru vísi. Þetta kom svona yfir mig allt í einu, en ég hafði víst setið þarna all niður- lútur meðan móðir mín hafði orðið. — Drengi á lians aldri læt ég vera kúska, sagði Halldór og sneri sér nú að móður minni, það er þeirra aðalstarf á sumrin. Við not- um slátturvélar, rakstrarvélar og heyvagna, og allt undir því komið, að strákarnir séu lagnir við hesta, vel vakandi, — og fjörugir. Og um leið spratt hann á fætur, tók í öxl mér og skók mig dálít- ið, og ég sá, að glettnisglampa brá fyrir í augum hans: — Ætli það sé ekki bezt að láta strákinn koma! Ég var léttur í lund á leiðinni í bæinn — gripinn jafn djúpri til- hlökkun og er ég fór í sveit í fyrsta sinn, og það dró ekkert úr henni, að ég hafði orðið fyrir þeim áhrifum við þessi fyrstu kynni, að ég yrði að sýna þessum glæsilega og fasmikla, tilvonandi hús- bónda mínum, að einhverjar töggur væru í mér. Mér fannst allt vera eins og bezt varð á kosið. Og nú hófst hinn nýi æviþáttur, Hvanneyrarþátturinn, því að á Hvanneyri var ég fjögur sumur og tvo skólavetur. Og eins og ég hefi oft um það lmgsað hve gott það var, að hafa átt fjögur 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.