Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 24

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1969, Blaðsíða 24
sér ávallt góða og hæfa kennara og var gott samstarf milli hans og þeirra. Á þetta allt er vert að minnast, því að Hvanneyrarskóli býr enn, — og mun að ég hygg ávallt búa að — því starfi, sem Halldór vann á Hvanneyri. Deyfð ríkti aldrei í kennslustundum hjá Halldóri. Undir eins og hann gekk í kennslustofu, fyrirmannlegur og fjörlegur, beindist öll athyglin að honum. Kennslan fór að verulegu leyti fram með fyririestrum. Skortur var kennslubóka í íslenzku, og þegar ég var í skólanum 1912—1914, voru sumar kennslubækurnar á dönsku og norsku, en nokkrir nemendur voru til þess valdir, að „hrað- rita“ þær og búa undir „hektograferingu“, og að Itenni lokinni fengu nemendur hver sitt eintak, og reyndi bæði á skarpa athygli og flýti að skrifa niður, en nútíma hraðritun liöfðu nemendur ekki lært. Kennarar voru þessi ár „Pálarnir" eða þeir Páll Zóphonías- son síðar alþingismaður og búnaðarmálastjóri og Páll Jónsson, og er það margra mál, að sjaldan eða aldrei í sögu Hvanneyrarskóla hafi verið samvaldara kennaralið við skólann. Leikfimis- og smíða- kennari var Einar Jónsson, síðar vegaverkstjóri, ágætur maður. Halldór skólastjóri átti það til í kennslustundum, að bregða á leik, ef svo mætti segja, og gera eitthvað eða segja á skemmtilegan hátt, er gat virzt gaman eitt til fjörgunar, en fól þó í sér kjarna þess, sem liann hafði verið að tala um. Nefni ég eitt dæmi af því tagi. Halldór lagði ríka á herzlu á það, að það brenndist inn í nemend- ur, hve húsdýraáburðurinn væri verðmætur, og að hann bæri að geyma svo, að hann rýrnaði ekki að gæðurn o. s. fv. Er hann hafði rætt kosti þess, að hafa sér þrær fyrir lagaráburð, tók hann sér stöðu fyrir framan hópinn, sperrti sig nokkuð aftur og andaði djúpt að sér, og svo frá sér með miklum velþóknunar og ánægju- svip, og sagði svo: — Svona anda ég að mér, piltar mínir, þegar hlandið er borið á túnið á vorin. Sumir piltanna, flestir held ég, fóru að hlæja, og þá byrsti skóla- stjóri sig og mælti þrumandi röddu: — Þið rnunduð ekki hlæja, ef þið hugleiðið, að upp af því spretta ilmandi fóðurgrös, sem eiga eftir að verða að beinhörðum peningum. Dag nokkurn fyrir slátt annað sumarið, sem ég var á Hvanneyri, sagði Halldór mér að ná í hest og ríða í Borgarnes eftir pósti. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.